Bubbi og Lobbi - flottustu útvarpstvíhöfðar landsins!

Bubbi og Lobbi eru uppáhalds útvarpsmennirnir mínir um þessar mundir. Reyni alltaf að hlusta á þá - ef ég næ því ekki gegnum útvarpið - þá gref ég þá uppi á netinu.

Bubbi og Lobbi eru alla föstudagsmorgna milli klukkan 09:00 og 11:00 á Útvarpi Sögu.

Þátturinn þeirra er sambland af pælingum um þjóðmál - bæði á Íslandi og í ríkjum hinna fyrrum Sovétríkja - kryddaður með ágætri tónlist sem oftar en ekki er rússnesk. Reyndar er jarðkúlan öll undir í umræðum þeirra.

Það er ekki síst þjóðmálagreiningar Lobba um Rússland og ríkjanna þar um kring sem gefa þættinum gildi - auk oft á tíðum afar kjarnyrtra ummæla um íslenska menn og málefni. Þau eru sjaldnast leiðinleg, oft raunsönn, en stundum skemmtilega út úr kú.

Í morgun komust þeir að því að hagfræði væri hliðargrein guðfræðinnar. Ég varpaði því fram á kaffistofunni í morgun - en fékk þá svar frá einum vinnufélaganum sem taldi þetta þveröfugt. Guðfræði væri hliðargrein hagfræðinnar.  Mikið til í því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband