Samfylkingin hefur eytt meiru en Framsókn - eins og síðast!

Samfylkingin eyddi meiru en Framsóknarflokkurinn í auglýsingar fyrir kosningarnar fyrir 4 árum. Það kom í ljós þegar málin voru gerð upp eftir kosningarnar.  Þrátt fyrir þetta hefur Framsóknarflokkurinn verið skotspónn vegna auglýsinga sinna - en ekki Samfylkingin.

Það sama virðist upp á teningnum núna. Samfylkingin hefur eytt meiru en Framsókn - en samt er það Framsóknarflokkurinn sem hefur verið skotspónn vegna auglýsinga sinna.

Ég geri ráð fyrir að flokkarnir muni allir eyða svipuðum fjárhæðum þegar upp verður staðið í vor - en það kæmi mér ekki á óvart að áfram verði haldið á lofti þjóðsögunni um dýrar auglýsingaherferðir Framsóknarflokksins - þótt staðreyndir sýni annað.

Reyndar tel ég eðlilegan og mikilvægan þátt lýðræðisins að stjórnmálaflokkar kynni árangur sinn og stefnu í auglýsingum fyrir kosningar. Almenningur á rétt á því.

Ný framboð verða einnig að geta komið stefnumálum sínum á framfæri við kjósendur í formi auglýsinga.

Eins og fyrirkomulagið er nú - þá getur það verið erfitt.

Mér finnst því eðlilegt að það verði skoðað að ný framboð sem fram koma með framboðslista í öllum kjördæmum eigi vísan tilgreindan stuðning úr sameiginlegum sjóðum landsmanna vegna kynningarmála.  Þótt einhverjum virðist það bruðl - þá verðum við að horfast í augu við það að lýðræði kostar peninga. Þá peninga eigum við ekki að spara.


mbl.is Capacent: Auglýsingakostnaður Framsóknarflokksins ofreiknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Einarsson

Mér finnst þær fjárhæðir sem flokkanir fá frá íslenska ríkinu of háar og til skammar. Einnig er ég sammála að það þarf að gæta jafnréttis í þessu eins og öðrum málum. Ný framboð eiga að mínu mati rétt á að fá einhverskonar styrk til að koma sínum málefnum á framfæri.

kveðja,

Páll Einarsson, 5.5.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband