Verkó - ótrúlegt afrek á sínum tíma!

Ég efast um að Íslendingar nútímans sem flestir búa við mikla velmegun og telja það eðlilegt að yfir 80% þjóðarinnar eigi eigið húsnæði geri sér grein fyrir því ótrúlega afreki sem fólst í byggingu verkamannabústaðana vestur í bæ fyrir 75 árum. Það er himinn og haf milli kjara fólks á þeim tíma og ofgnóttarinnar í dag.

Það er ekki tilviljun að stytta af hinum öfluga baráttumanni og alþýðuleiðtoga Héðins Valdimarssonar er að finna á leikvellinum við verkamannabústaðina við Hringbrautina. Héðinn sem var bæjarfulltrúi og þingmaður Alþýðuflokksins á þessum árum flutti á Alþingi árið 1928 fram frumvarp  um verkamannabústaði sem samþykkt var á vorþinginu árið eftir fyrir tilstyrk Alþýðuflokks og Framsóknarflokks.

Á grundvelli laganna stofnaði Héðinn og félagar hans Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík sem stóð fyrir byggingu verkamannabústaðanna sem teknir voru í gagnið fyrir 75 árum. Sú framkvæmd var fyrsta skrefið í merkilegri sögu verkamannabústaða á Íslandi sem gerði, ásamt byggingasamvinnufélögunum, alþýðufólki kleift að búa í eigin sómasamlegu húsnæði sem annars hefði að líkindum ekki orðið raunin.


mbl.is 75 ár frá því flutt var í verkamannabústaðina í Vesturbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband