Árni Páll tók af skarið!
14.4.2007 | 23:48
Árni Páll Árnason tók af skarið á landsfundi Samfylkingarinnar þegar hann sagði ljóst að Samfylkingin muni ekki fara í ríkisstjórn að loknum kosningum til þess eins að hjálpa Vinstri grænum í væli um vonsku heimsins og til að hrekja bankana úr landi.
Þá sagði hann flokkinn heldur ekki ætla að taka við hlutverki Framsóknarflokksins sem aukadekk íhaldsins.
Árni Páll sýnir enn að þarna er á ferðinni framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar, eins og ég bloggaði um í pistlinum "Alveg ágætur Árni Páll".
Það er hins vegar á brattan að sækja fyrir formann Samfylkingunnar og hennar fólk að ná fyrra fylgi svo þeir geti haft einhver alvöru áhrif á öðrum forsendum en sem "varadekk". Samfylkingin mælist 13% undir kjörfylgi í síðustu kosningum, þegar hinn öflugi Össur Skarphéðinsson leiddi þennan ágæta flokk.
Til samanburðar þá þarf hinn 90 ára gamli Framsóknarflokkur aðeins að bæta við sig um 7% til að ná kjörfylgi í síðustu kosningum. Það verður spennandi að sjá hvor flokkurinn mun liggja nærri fyrra fylgi í kosningunum í vor!
Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er mikið gertu úr stöðu framsóknar í umræðunni, en framsóknarmenn hafa verið í stjórn og því fylgir ábyrgð og óvisælar ákvarðanir. Tap Samfylkingar er hrópandi og hlýtur að benda til þess að greining ISG á trausti þjóðarinnar til þingmanna flokksins hafi verið rétt.
G. Valdimar Valdemarsson, 15.4.2007 kl. 00:21
Fréttablaðið mældi Samfylkingu í dag með 22% fylgi, ef ég hef lesið rétt, og það þýðir að flokkurinn er á uppleið. Ég held það verði svona smá stígandi í þessu næstu vikur og svo vitum við að lausafylgið er talsvert við þennan flokk. Það er það hinsvegar ekki þegar kemur að sjálfstæðisflokki, skv. mælingum frá 2003. Framsókn er enn undir 10% en það verður heldur ekki niðurstaðan í maí, þeir verða segir á lokasprettinum að vanda og ná sér í sín 13-15%. Vinstri grænir hafa toppað og verða undir 20% þegar upp verður staðið; annað er erfiðara að skjóta á. Ingibjörg Sólrún geislar nú sem aldrei fyrr, enda magnaður stjórnmálamaður sem á að fá að njóta sín betur, þjóðinni til heilla!
Jón Þór Bjarnason, 15.4.2007 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.