Göng eftir göng - að sjálfsögðu!
3.4.2007 | 20:08
Að sjálfsögðu eiga Vaðlaheiðagöng að vera á vegum ríkisins. Eins og öll hin göngin sem við þurfum að klára ekki síðar en í gær. Td. tvenn göng á Vestfjörðum - og þrenn göng fyrir austan!
Tvenn göng í gangi á sama tíma - eins og Jón Sig og hinir framsóknarmennirnir hafa sett stefnuna á.
Gott að hafa svo öflugan mann sem Kristján Möller með í þvl átaki! Eykur líkur á því að markmiðinu verði náð :)
Samfylkingin vill að ríkið kosti Vaðlaheiðargöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þá ekki eðlilegt að ríkið leysi Spöl sem fyrst undan fjármögnum á þeim göngum sem reynst hafa þjóðinni hvað best. Þ.e. Hvalfjarðargöngunum.
Eggert Hjelm Herbertsson, 4.4.2007 kl. 11:53
Jú, Eggert!
Það er eðlilegt. Þetta er ekkert annað en ósanngjarn aukaskattur á Akurnesinga og aðra Vestlendinga.
Hallur Magnússon, 5.4.2007 kl. 13:34
Mér finnst eðlilegt að minnast hér vígorðs Framboðsflokksins, að breyttu breytanda: Jarðgöng í hvern hrepp!
Sigurður G. Tómasson, 5.4.2007 kl. 16:49
Framboðsflokkurinn var flottur flokkur! Þurfti að leggja sig fram um að komast ekki á þing.
Var ekki veglegt, gamalt reiðhjól í verðlaun í happdrættinu þeirra! Eflaust fyrsti alvöru græningjaflokkurinn á Íslandi - á eftir Framsóknarflokki Eysteins.
En það breytir ekki því að góðar samgöngur eru grundvöllur þess að byggðir landsins geti dafnað. Atvinnulífið blómstrar þegar samgöngurnar eru í lagi.
Hallur Magnússon, 5.4.2007 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.