Seðlabankann á Ísafjörð?

Hvernig væri að flytja Seðlabankann á Ísafjörð? Þessa spurningu spurði vinnufélagi minn mig í morgun.

Fyrstu viðbrögð mín voru neikvæð, en svo fór ég að hugsa!

Ísafjörður hefur farið illa út úr flutningi hátæknifyrirtækis af staðnum og samkvæmt nýlegri tölfræði hefur staðurinn verið afar afskiptur hvað varðar flutning opinberra starfa út á landsbyggðina. Það er æskilegt að flytja alvöru opinbert fyrirtæki vestur, allt eða hluta þess. Vestfirðingar eiga það inni hjá þjóðinni. 

Ég vinn í fyrirtæki sem er staðsett á tveimur stöðum, 50 manns í Reykjavík og 16 á Sauðárkróki.  Þetta fyrirkomulag hefur gengið afar vel og starfstöðin á Sauðárkróki er til fyrirmyndar mönnuð metnaðarfullu starfsfólki.

Því þá ekki að flytja Seðlabankann á Ísafjörð? 

Það myndi fjölga hámenntuðu fólki á staðnum sem hvort eð er er ekki á þeytingi vítt og breytt um höfuðborgina í starfi sínu, enda fer starfið fyrst og fremst fram inn á kontór og með upplýsingaöflun gegnum netið, skilst mér.

Margföldunaráhrifinn fyrir Ísafjörð yrðu veruleg - og háskóli á Vestfjörðum hefði aðgang að bestu hagfræðingum til kennslu og jafnvel rannsókna.

Auk þess myndi úrvals húsnæði á besta stað losna í miðbænum. Það væri best nýtt undir listaháskóla - sem stæði þá við hlið stærstu menningarhúsa landsins og við hlið ráðuneyti menningarmála!

Já, af hverju ekki að flytja Seðlabankann á Ísafjörð!

Svo er nú það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Held að það taki því ekki, líftími bankans styttist óðum. Allt er að gerast mjög hratt núna og stutt í Alþjóðavæðingu tel ég.

Vilborg Eggertsdóttir, 20.3.2007 kl. 12:07

2 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Góð hugmynd! Tilkynningar um stýrivaxtahækkanir yrðu bara sendar út á netinu. Enginn á sérstakt erindi í Seðlabankann, Ísafjörður fengi mörg allvel launuð störf og svo væri hægt að selja Seðlabankahúsið. Húsnæði fyrir vestan yrði eflaust ódýrara, enda við hæfi að sýna ráðdeild í umsvifum þessarar stofnunar og fara ekki út í einhverja tilgerð og kostnaðarsaman munað.

Sigurður G. Tómasson, 22.3.2007 kl. 17:53

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Takk fyrir þetta Bubbi!

Ég vil hins vegar ekki selja húsið. Soldið tengdur því því pabbi var það sem í dag væri kallað "byggingarstjóri" hússins

Vil miklu frekar nota það undir Listaháskóla Íslands.  Ríkið hvort eð er búið að eyða peningum í það - og meiri líkur að ríkið noti þegar notaða peninga í Listaháskólann en að fara að setja nýjar fjárveitingar í svoleiðis verkefni!  Frábær staðsetning - og að sjálfsögðu yrðu listaverk Seðlabankans skilin eftir - nemendum og gestum til lærdóms og ánægju!!!

Hallur Magnússon, 22.3.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband