Jóhanna afhjúpaði algjört ráðaleysi ríkisstjórnarinar.
18.5.2009 | 20:15
Jóhanna Sigurðardóttir afhjúpaði algjört ráðaleysi ríkisstjórnarinnar í "stefnuræðu" sinni á Alþingi í kvöld. Í ræðu hennar kom ekki fram ein hvað þá vísbending um eina einustu aðgerð ríkisstjórnarinnar. Ræðan var nánast innantómt blaður um erfiðar aðstæður og erfiðleika fjölskyldnanna - en ekki orð um lausnir!
Það sem nær því næst að vera lausn var sýn Jóhönnu á að aðild að Evrópusambandinu gæti leyst einhvern vanda. Ég er reyndar sammála henni í því - en það þarf metta til.
Þá má ekki gleyma því að hinn flokkurinn í ríkisstjórn vill ekki í Evrópusambandið þannig að "lausnin" er í raun ekki lausn þessarar ríkisstjórnar!
Það er því að sannast sem ég óttaðist - að þótt inn á milli séu öflugur ráðherrar í ríkisstjórninni - þá dugir það ekki til. Við sitjum uppi með algjörlega ráðþrota ríkisstjórn - og kjörtímabilið vart hafið!
Mér fannst það hins vegar grátbroslegt að Jóhanna lagði til að þingmenn reyni að vinna saman sem ein heild og virða skoðanir hvers annars.
Það vantaði illilega á það í 80 daga valdatíð núverandi stjórnarflokka - og ég á eftir að sjá Jóhönnu vinna eftir þessu prinsippi eftir áratuga setu á Alþingi - en vonandi fylgir hugur máli hjá henni!
![]() |
Hljótum að vinna saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jóhanna Guðrún og góða veðrið gefa Jóhönnu aukið svigrúm
18.5.2009 | 13:11
Silfurprinsessan Jóhanna Guðrún og góða veðrið gefa Jóhönnu Sigurðardóttir aukið svigrúm í pólitíkinni. Góða veðrið kom á réttum tíma því þolinmæði fólksins í landinu gagnvart hinni nýendurunninni ríkisstjórn Samfylkingar og VG var nánast á þrotum þegar sólin lét svo hressilega sjá sig og fólk endurheimti vonina með vorinu.
Frábær árangur Jóhönnu Guðrúnu í Júróvisjón jók enn á bjartsýnina og fékk almenning endanlega til þess að setja pottana og pönnurnar á sinn stað - í bili.
Jóhanna Sigurðardóttir fær því svona tvær dýrmætar aukavikur til að ná tökum á stjórnmálaástandinu. Vonandi nær hún því - annars fer allt aftur í bál og brand - jafnvel þótt veðrið haldist vel.
![]() |
Útlitið bjart næstu daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er spennandi tækifæri til umbyltingar og nýsköpunar í opinberri stjórnsýslu í kjölfar efnahagshrunsins. Það skiptir máli hvernig haldið er á málum. Hlutirnir geta farið á versta veg og því miður sjást dæmi þess í ríkisvæðingu banka og ýmissa fyrirtækja.
En þetta getur orðið tækifæri til jákvæðrar nýsköpunar þar sem samvinna, gegnsæji, skilvirkni og sterk þjónustuvitund verði leiðarljós í opinberri þjónustu.
Ég er því sammála Ómari H. Kristmundssyni sem vitnað er til í frétt mbl.is um þörf á býsköpun í opinberri þjónustu.
"Ómar segir að dofnað hafi yfir því umbótastarfi sem stundað var á tíunda áratugnum, ef til vill vegna þess að menn hafi ekki talið þörf á því í uppsveiflunni. Hann telur að við þær aðstæður sem nú ríkja eigi að skoða ríkiskerfið í heild sinni og einstaka málaflokka út frá grundvallarspurningum um hvaða rekstur og þjónustu ríkið eigi að hafa með höndum, hvað ríkið ætli að greiða fyrir og hvað ríkið telji rétt að færa til annarra aðila."
Mín skoðun er sú að besta sóknarfærið sé í því að bylta fyrirkomulaginu milli ríkis og sveitarfélaga þannig að sveitarfélögin verði stækkuð til mikilla muna - þannig að eitt sveitarfélag sé á stærð við gömlu kjördæmin - skatttekjur renni beint til sveitarfélaganna sem sjái um öll þau verkefni sem ekki er nauðsynlegt að ríkið reki.
Valdið verði þannig fært frá miðstýrðu ríkinu til byggðanna í landinu.
Samhliða þessi verði stjórnsýslan byggð upp á nýjum gildum: samvinnu, gegnsæji, skilvirkni og sterkri þjónustuvitund.
![]() |
Þörf á nýsköpun í opinberri þjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar ætlar Dagur B. að skera niður um tæpar 800 milljónir í grunnþjónustu Reykjavíkur?
18.5.2009 | 08:33
Ítreka spurningu mína til Dags B. Eggertssonar sem virðist hafa skipt um skoðun og vilji ekki að Orkuveita Reykjavíkur greiði eigendum sínum - almenningi í Reykjavík og fleiri sveitarfélögum - eðlilegar arðgreiðslur:
Hvar ætlar Dagur B. að skera niður um tæpar 800 milljónir í grunnþjónustu Reykjavíkur?
Eða vill Dagur B. hækka skatta á Reykvíkinga um 800 milljónir?
![]() |
Arðgreiðsla heldur uppi grunnþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |