Ásta Ragnheiður með skynsamlegt útspil í íbúðalánamálum

Ásta Ragnheiður félagsmálaráðherra hefur tekið afar skynsamlegt skref í húsnæðismálum með því að rýmka heimildir Íbúðalánasjóðs til útlána vegna endurbóta húsnæðis, breytinga sem stuðla að orkusparnaði og nýja heimildir til útlána vegna lóðaframkvæmda.

Þessar rýmkanir kunna að veita einhverjum tugum iðnaðarmanna atvinnu sem ekki hefði annars fengist.

Hins vegar hefði Ásta Ragnheiður mátt ganga lengra en þetta og veit sjóðnum heimild til að lána endurbótalán sem yrðu algerlega afborgunarlaus fyrstu 3 árin eins og lesa má í pistli mínum Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár

Frétt félagsmálaráðuneytisins vegna rýmkin reglna er að finna hér.


Sighvatur Björgvinsson afhjúpar vanþekkingu sína á skipan neytendamála

Sighvatur Björgvinsson sem titlar sig sem fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála afhjúpar vanþekkingu sína á skipan neytendamála á Íslandi í pistli sem hann ritar í visir.is.

Það er vert að minna á að Sighvatur þessi er sá sami og var leystur út af Alþingi með því ráða hann í stöðu framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofunar.

Einnig sami Sighvatur sem gekk af göflunum þegar utanríkisráðherra Framsóknarflokksins kynnti endurbætur á fyrirkomulagi þróunarsamvinnu Íslendinga - en þagði þunnu hljóði þegar utanríkisráðherra Samfylkingar framkvæmdi boðaðar hugmyndir Framsóknarráðherrans.

En aftur að vanþekkingu Sighvatar - fyrrum ráðherra neytendamála - á skipan neytendamála á Íslandi.

Sighvatur ræðst að skynsamlegum tillögum Talsmanns neytenda og blandar í sífellu Neytendastofur og embætti Talsmanns neytenda saman. Áttar sig ekki á því að embætti Talsmanns neytenda er sjálfstætt embætti sem tilheyrir alls ekki Neytendastofu.

Athugasemdir Sighvatar við tillögur Talsmanns neytenda eru byggðar á sambærilegum misskilningi.

Sighvatur getur kynnt sér hlutverk og stöðu embættis Talsmanns neytenda hér.

Vonandi kynnir Sighvatur sér betur staðreyndir áður en hann ræðst inn á ritvöllinn næst.


"Ríkisstjórnin hefur gleymt loforði sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslu"

"Ríkisstjórnin hefur gleymt loforði sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslu. Henni finnst bezt, að fólk viti sem minnst." Þetta segir Jónas Kristjánsson í pistli sínum á www.jonas.is í dag.

Enn einu sinni hittir Jónas naglann á höfuðið.

Reyndar er VG í algjörri sjálfheldu. Langar ekkert í stjórn með Samfylkingunni - en neyðist til þess vegna yfirlýsinga sinna vikum fyrir kosninga. Reyndar ljóst síðustu dagana fyrir kosningar að VG sá eftir fyrri yfirlýsingum - en skaðinn var skeður.

Það að flokkarnir gefa sér að minnsta kosti viku tilviðbótar til að klára stjórnarmyndunarviðræður lofar ekki góðu.

Hvernig ætla flokkarnir að bregðast við í ríksstjórn þegar kom upp mál sem afgreiða þarf strax?  Á þá að fara leið Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í síðustu ríkisstjórn - gera ekki neitt? 

Það bendir allt til þess. Þannig "brugðust" flokkarnir nefnilega við efnahagsvandanum þá 80 daga sem þeir höfðu til að grípa til raunhæfra aðgerða. Gerðu nánast ekki neitt í efnahagsmálunum en einbeittu sér að málum sem hefðu átt að bíða þar til nú - eins og banni við vændi.


mbl.is Hlé á viðræðum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband