Steingrímur J og VG vinna gegn garðyrkjubændum

VG og Steingrímur J segja eitt en gera annað. Í síðustu viku hafnaði Steingrímur að framlengja samkomulag sem Framsóknarráðherran Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir og fól í sér niðurgreiðslu raforku til garðyrkjubænda.

VG og Steingrímur eru því væntanlega að sjá til þess að garðykrjubændur slökkvi á lýsingu sinni í íslenskum gróðurhúsum með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir íslenska neytendur - og efnahagslífið - því slíkt eykur á þörf fyrir innflutning grænmetis.

Var ekki nóg að vinna gegn atvinnuuppbyggingu með því að berjast gegn álveri á Bakka -  nú er einnig ráðist að íslenskum garðyrkjubændum!


mbl.is „Þetta var fínn fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn flýr Jóhanna Sigurðardóttir umræðu við pólitíska andstæðinga

Enn flýr Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar umræðu við pólitíska andstæðinga sína. Sendi nú Árna Pál fyrir sig í umræðu leiðtoga stjórnarflokkanna á RÚV í morgun.

Þetta er reyndar skynsamleg stefna hjá Samfylkingunni - enda ljóst að Jóhanna myndi eiga verulega undir högg að sækja í slíkri umræðu. ´

Betra að hafa hana þar sem hún talar ein og sér og er ekki gagnrýnd - eins og á aðalfundi Seðlabankans - í stað þess að þjóðin átti sig á því að myndin af Jóhönnu er glansmynd sem fölnar örugglega í umræðu Jóhönnu við pólitíska andstæðinga hennar.


Það grænkar hratt í Reykjavík

Það grænkar hratt í Reykjavík þessa dagana. Bæði í náttúrunni og í stjórnmálunum. Framsókn á uppleið og runnarnir laufgast. Svona á vorið að vera!
mbl.is Frekar hlýtt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband