Steingrímur J og VG vinna gegn garðyrkjubændum
19.4.2009 | 15:46
VG og Steingrímur J segja eitt en gera annað. Í síðustu viku hafnaði Steingrímur að framlengja samkomulag sem Framsóknarráðherran Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir og fól í sér niðurgreiðslu raforku til garðyrkjubænda.
VG og Steingrímur eru því væntanlega að sjá til þess að garðykrjubændur slökkvi á lýsingu sinni í íslenskum gróðurhúsum með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir íslenska neytendur - og efnahagslífið - því slíkt eykur á þörf fyrir innflutning grænmetis.
Var ekki nóg að vinna gegn atvinnuuppbyggingu með því að berjast gegn álveri á Bakka - nú er einnig ráðist að íslenskum garðyrkjubændum!
![]() |
Þetta var fínn fundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn flýr Jóhanna Sigurðardóttir umræðu við pólitíska andstæðinga
19.4.2009 | 12:26
Enn flýr Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar umræðu við pólitíska andstæðinga sína. Sendi nú Árna Pál fyrir sig í umræðu leiðtoga stjórnarflokkanna á RÚV í morgun.
Þetta er reyndar skynsamleg stefna hjá Samfylkingunni - enda ljóst að Jóhanna myndi eiga verulega undir högg að sækja í slíkri umræðu. ´
Betra að hafa hana þar sem hún talar ein og sér og er ekki gagnrýnd - eins og á aðalfundi Seðlabankans - í stað þess að þjóðin átti sig á því að myndin af Jóhönnu er glansmynd sem fölnar örugglega í umræðu Jóhönnu við pólitíska andstæðinga hennar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það grænkar hratt í Reykjavík
19.4.2009 | 10:18
![]() |
Frekar hlýtt í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |