Seðlabankinn samur við sig - pólitískari enn nokkru sinni

Seðlabankinn er samur við sig. Pólitískur.

Þetta er ekki "kostnaður" í venjulegum skilningi þess orðs. Þetta er niðurfelling - sem kostar ríkið ekkert. Þetta er niðurfærsla sem tryggir betur stöðu kröfuhafa en ef niðurfellingin verður stjórnlaus - það er hún verði í formi gjaldþrotahrinu sem er fyrirsjáanleg ef niðurfærsluleiðin verður ekki farin.

Kostnaður við fjöldagjaldþrotin munu hins vegar falla á ríkið í meira mæli en niðurfærslan - og að líkindum enn meira á kröfuhafana - auk þess sem slík gjaldþrotahrina mun éta upp eignir þeirra landsmanna sem þó geta staðið undir lánunum sínum vegna hruns á fasteignaverði - fasteignir enn stærri hluta verður yfirveðsettur.

Til viðbótar þá mun kostnaður við að koma efnahagslífinu aftur af stað að líkindum verða miklu meiri ef niðurfærsluleiðin verður ekki farin - því hluti niðurfærsluleiðarinnar felst í að losa um fé til runnið geti til endurreisnar atvinnulífsins. En það vill Seðlabankinn greinilega ekki. Allavega tekur hann ekki æþann þáttinn inn í jöfnuna.

Hvernig væri að Seðlabankaliðið lyftu hausnum upp úr klofinu og horfi yfir sviðið í heild og þaðan til framtíðar?

... og svona að lokum. Ætli tímasetningin hjá Seðlabankanum - beint inn í landsfund Samfylkingar sé tilviljun?

Ónei.

Seðlabankinn er enn flokkspólitískari en hann var!

Nú er það bara norskur smákrati sem leiðir pólitíkina fyrir hönd Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar - í stað Davíðs Oddssonar áður.
mbl.is Niðurfelling skulda óhagkvæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stólarnir voru bara svo freistandi fyrir Samfylkingarfólk

Það er einfalt af hverju Samfylkingin gerði ekki afdráttarlausar kröfur um breytingar á stjórnkerfinu. Samfylking vildi ekki breytingu á stjórnkerfinu í sjálfu sér heldur einungis að setja Samfylkingarfólk í þá stóla sem fyrir voru.

Núverandi forsætisráðherra gekk meira segja svo langt að hún braut lög þegar hún setti mann af til að koma Samfylkingarmanni í stólinn!

Ingibjörg Sólrún gekk líka dálítið langt í einkavinavæðingunni í utanríkisráðuneytinu.

Það er auðvelt að koma núna og segja - við hefðum átt - en það er bara of seint!


mbl.is Átti að gera skýrari kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20% leiðréttingarleið Framsóknar eina vitið

20% leiðréttingarleið Framsóknarflokksins er eina vitið. Hún byggir á jafnræði, hún er mjög vel framkvæmanleg, hún er ekki dýr - þótt kratarnir haldi slíku fram algerlega órökstutt - og leiðin kemur atvinnulífinu aftur af stað.

Annars er það með ólíkindum að 20% leiðréttingarleið Framsóknar sé í Mogganum sífelld tengd Tryggva Þór Herbertssyni - en ekki Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknar sem setti hugmyndina fram með 17 öðrum skynsamlegum tillögum um aðgerðir í efnahagsmálum.

Þá er það einnig sérstakt að blaðamenn biðja kratana aldrei um rökstuðning þegar þeir staðhæfa að kostnaður við 20% leiðréttingarleið Framsóknar sé dýr fyrir ríkið. Það er hreinlega rangt hjá krötunum - enda hafa þeir aldrei þurft að færa rök fyrir upphrópunum.

Reyndar er athyglsivert hvað formaður Samfylkingarinnar teygir sig langt til að gagnrýna - án rökstuðnings - tillögur Sigmundar Davíðs og Framsóknarflokksins. Nú síðast í ræðu sinni á þingi ASÍ þar sem hún - ásamt Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ og stuðningsmanni Samfylkingarinnar - voru að pirrast út í Framsókn og Framsóknarfólk.


mbl.is Er „Leiðrétting“ lausnin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskrifuð regla Gylfa brot á vinnulöggjöfinni

Gylfi Arnbjörnsson á að viðurkenna að hann hafi fundið upp nýja óskrifaða reglu hjá ASÍ: Framsóknarmenn í framboði skulu hætta hjá ASÍ.

Sú regla gengur reyndar gegn 4. gr. vinnulöggjafarinnar:

 Atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda er óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar- eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með:
   
a. uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn,
   
b. fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum.

Gylfi ætti því að hætta með þessa reglu.

Þá á Gylfi að sjá sóma sinn í að biðja Vigdísi Hauksdóttur opinberlega afsökunar á frumhlaupi sínu og og broti á vinnulöggjöfinni - vinnulöggjöf sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir með svita, blóði og tárum gegnum áratugina.


mbl.is Óskrifuð regla ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband