Forseti ASÍ mismunar fólki eftir flokksskírteinum

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagðist líta á það sem jafngildi uppsagnar hjá Vigdísi Hauksdóttur ef hún tæki 1. sæti á lista Framsóknarflokksins - en Vigdís leitaði eftir launalausu fríi fram yfir kosningar.

Gylfi er því að segja miðsstjórnarfulltrúum ASÍ ósatt þegar hann segir Vigdísi hafa óskað eftir því að hætta.

Það er greinilega gert upp á milli starfsmanna ASÍ eftir flokksskírteini.

Sjá nánar:  Pólitískar hreinsanir hjá ASÍ

Gylfi reynir að afsaka sig með því að Vigdís sé í öruggu sæti og fari á þing. Það ætla ég svo sannarlega að vona - en minni á að Framsóknarflokkurinn hefur engan þingmann í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Einnig má minna á að Bryndís Hlöverðsdóttir var á fullum launum hjá ASÍ í kosningunum 1995 - og Magnús Norðdahl er nú á fullum launum í kosningabaráttu fyrir Samfylkinguna - þar sem hann tók þátt í prófkjöri.


mbl.is Engin flokkspólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískar hreinsanir hjá ASÍ

Forseti Alþýðusambands Ísland hefur nú hafið pólitískar hreinsanir innan ASÍ þar sem gert er gróflega upp á milli þeirra sem eru með flokksskírteini í Samfylkingunni og fólks í öðrum stjórnmálaflokkum. Forseti ASÍ ætti að biðjast afsökunar á þessari mismunun!

Lögfræðingur ASÍ - Vigdís Hauksdóttir - var rekin fyrir að fara í framboð fyrir Framsóknarflokksins á sama tíma og yfirmaður hennar - Magnús Norðdahl heldur starfi sínu þótt hann taki sæti á lista Samfylkingarinnar.

Vigdís óskaði eftir launalausu leyfi fram yfir kosningar - en svar ASÍ var að sambandið liti á það sem uppsögn ef hún tæki forystusæti hjá Framsóknarflokknum. Magnús situr hins vegar sem fastast væntanlega á launum í kosningabaráttunni.

Um þetta segir í frétt DV í dag:

Vigdís Hauksdóttir þurfti að hætta störfum sem lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands eftir að hún tók oddvitasæti hjá Framsóknarflokknum. Henni finnst skjóta skökku við að á sama tíma heldur Magnús Norðdahl áfram störfum hjá félaginu en hann skipar sjötta sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík.

„Þetta kom mér mjög á óvart,“ segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður fyrir komandi kosningar. Vigdís starfaði sem lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands þar til henni var gert að hætta vegna framboðs hennar fyrir Framsóknaflokkinn. „Þeir litu svo á að ef ég tæki þetta sæti jafngilti það uppsögn af minni hálfu. Ég sagði að það yrði þá svo,“ segir Vigdís.

Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, lítur svo á að með því að taka að sér að leiða framboðslista sé Vigdís að taka að sér nýtt starf. „Það er ekki hægt að vera bæði þingmaður og starfsmaður Alþýðusambandsins,“ segir Gylfi og bendir á að hún sé nú nokkuð örugg með að komast á þing. „Ég veit ekki til þess að það sé nokkuð vandamál á milli okkar Vigdísar,“ segir Gylfi.

Þessar pólitísku hreinsanir nýs forseta ASÍ koma ekki alfarið á óvart - því eftir að hann tók við hefur ASÍ virst starfa sem verkalýðsarmur Samfylkingarinnar en ekki fjöldahreyfing verkafólks úr öllum flokkum.  Ekki þarf að rifja upp að forseti ASÍ er flokksbundinn Samfylkingarmaður sem hefur áður sóst eftir frama í þeim flokki.


mbl.is Verða að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband