600 störf og uppbygging hafnarsvæðisins skiptir máli!
19.2.2009 | 15:39
600 störf og uppbygging hafnarinnar skiptir miklu máli. Vissulega hefði getað verið æskilegra að nota þetta fé í mannaflsfrekar og arðsamar framkvæmdir annars staðar en við tónlistarhús. En tónlistarhúsið er komið vel á veg, fjárhagslegar skulbindingar Landsbanka upp á milljarða þegar frágengnar. Ef ekki hefði verið haldið áfram eru líkur á að það fé væri alfarið glatað.
Ég stakk upp á því um daginn að við fengjum búlgarska listamanninn Christo til að pakka inn húsinu á meðan við biðum af okkur kreppuna. Það hefði mögulega dregið að ferðamenn með dýrmætar gjaldeyristekjur.
Þótt það hafi verið sett fram á gamansaman hátt, þá var í tillögunni alvarlegur undirtónn. Það skýtur svolítið skökku við að setja framkvæmd við tónlistarhús framar öðrum arðsömum verkefnum í kreppunni þegar lánsfé er takmarkað.
En staðan var bara þannig að það er betra að halda áfram með verkefnið, skapa þessi 600 störf og fá tónlistar- og ráðstefnuhöllina í gagnið sem fyrst svo unnt sé að nýta það fyrir erlenda gesti sem gefa okkur dýrmætan gjaldeyri.
Því styð ég þessa ákvörðun - en skil sjónarmið sem telja að bíða hefði átt með verkið - annað væri brýnna. Það voru mín fyrstu viðbrögð - en þegar ég skoðaði málið í kjölinn skipti ég um skoðun.
Eigum við að fá Christo til að pakka tónlistarhúsinu inn?
![]() |
Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hlustið á "ræður" Ólafs Friðriks í borgarstjórn!
19.2.2009 | 10:00
Ég hvet almenning til þess að hlusta á "ræður" Ólafs Friðriks í borgarstjórn Reykjavíkur.
Því miður getur almenningur ekki fylgst með málflutningi Ólafs Friðriks í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar því fundir þeirra eru lokaðir.
Fréttatilkynningar Ólafs Friðriks og einstaka setningar sem blaðamenn kjósa að hafa eftir manninum gefa ekki rétta mynd af málflutningi mannsins - þótt oft megi glitta í eðli málflutnings hans í borgarstjórn gegnum fréttabrotin.
Fundir borgarstjórnar eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar og hefjast kl 14.
Útvarpsútsendingar eru frá fundunum á FM 98,3 og einnig er hægt að hlusta á fundina yfir netið.
Slóðin á netinu er: http://www.rvk.is/DesktopDefault.aspx/tabid-241/
![]() |
Ólafur F.: Framsóknarvæðing í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |