Árni Páll Árnason framtíðarformaður Samfylkingarinnar?
15.2.2009 | 22:23
Ég efast um að Ingibjörg Sólrún muni segja af sér sem formaður Samfylkingarinnar á næsta flokksþingi flokksins. En ég tel hins vegar líkur á að hún muni draga sig í hlé í kjölfar Alþingiskosninga.
Því mun eiginleg barátta um formennsku Samfylkingarinnar verða baráttan um varaformannsembættið. Þar hefur einungis einn gefið kost á sér. Hinn öflugi þingmaður Árni Páll Árnason - sem væntanlega er ráðherraefni Samfylkingarinnar í dómsmálaráðuneytið eftir að Lúðvík var úr leik.
Mun Árni Páll Árnason verða framtíðarformaður Samfylkingarinnar?
Eða munu fleiri koma fram á næstunni?
Ég held það.
Það er hins vegar enginn sterkur leiðtogi í sjónmáli. Dagur B. mun væntanlega koma fram. Björgvin mun reyna. Sé enga sterka konu. Gunnar Svavarsson kemur örugglega til að missa ekki sæti sitt til Árna Páls. Nema Lúðvík bæjarstjóri í Hafnarfirði ákveði að taka slaginn.
Það ríkir greinilega forystukrísa í Samfylkingunni. Jón Baldvin sá það - og stimplaði sig inn.
![]() |
Segir þagnarmúr um formennsku í Samfylkingu rofinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Neyðin kennir naktri konu að spinna
15.2.2009 | 16:20
Við erum aldrei svo blönk að við höfum ekki efni á að hugsa. segir Vilhjálmur Bjarnason. Það er mikill sannleikur í þessu hjá honum. Þá vitum við líka að neyðin kennir naktri konu að spinna.
Við erum skítblönk og nánast eins og nakin kona.
En í þessari stöðu okkar eru möguleikar. Eins og alltaf. Við þurfum bara að hugsa skýrt, draga fram rokkinn og byrja að spinna ný sóknarfæri. Ég finn í kring um mig að það er mikil gerjun í gangi. Það eru margar nýjar og góðar hugmyndir komnar á loft. Ég sé líka í kring um mig að rokkarnir eru farinn að snúast.
Við munum rísa úr öskustónni á ný.
Vilhjálmur bendir á þá staðreynd að Alþingi hafi aldrei tekið neina grundvallarákvörðun í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Hann nefnir að sú ráðstöfun að gengi gjaldmiðilsins skuli ákveðið í Seðlabankanum hafi verið ákveðið með bráðabirgðalögum árið 1961 framhjá Alþingi. Einnig hafi heimild til almennrar verðtryggingar verið lögfest sem aukaatriði með frumvarpi til laga um stjórn efnahagsmála. Ekki liggi heldur fyrir ákvörðun Alþingis í tengslum við frjálsa vexti, heldur hafi þeir verið heimilaðir á grundvelli gleymds ákvæðis í lögum um Seðlabanka Íslands í andstöðu við forsætisráðherra þegar hann var í fríi.
Þetta er athyglisvert. Það er kannske þess vegna sem dregast að leggja skýra aðgerðaráætlun í efnahagsmálum fyrir Alþingi!
Nýtt Alþingi verður kosið næsta vor. Það hlýtur að vera eitt af meginverum þess Alþingis að taka grundvallarákvarðanir um efnahagsmál íslensku þjóðarinnar til framtíðar.
Það hlýtur einnig að vera eitt af meginverkum þess Alþingis að hugsa skýrt og veita þeim sem stíga rokkana stuðning og réttlátan lagaramma til þess að spinna garn í vef endurreisnarinnar á Íslands.
En Alþingi má þó ekki spinna togann. Við höfum nefnileg ekki langan tíma til að koma okkur á réttan kjöl á ný.
![]() |
Aldrei of blönk til að hugsa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |