Endurreisn efnahagslífs Bandaríkjanna hafin
10.2.2009 | 19:34
Það að öldungadeild Bandaríkjanna samþykki 838 milljarða dala fjárveitingu, sem ætlað er að örva efnahagslíf landsins skiptir ekki einungis sköpum fyrir bandarískt efnahagslíf, heldur skiptir fjárveitingin miklu máli fyrir alþjóðlegt efnahagslíf.
Það er fyrst og fremst hinn öflugi Framsóknarmaður Barack Obama forseti Bandaríkjanna sem á heiðurinn af þessu mikilvæga skrefi í endurreisn efnahagslífsins í Bandaríkjunum.
Þótt það hafi ekki farið mikið fyrir því í íslenskum fjölmiðlum, þá hefur Obama að mörgu leiti farið óhefðbundna leið sem forseti Bandaríkjanna í nánum og markvissum samskiptum sínum við bandaríska þingið. Fyrri forsetar hafa oft setið í fílabeinsturnum sínum í Hvíta húsinu þegar unnið hefur verið að framgangi mikillvægra mála, en Obama var óhræddur að mæta á Capitol Hill og ræða beint við þingmenn bæði í fulltrúardeild og öldungadeild um málið. Obama gerði það sem þurfti til að ná samkomulagi um þetta mikilvæga skref.
Rauður þráður í kosningabarátta Obama var endureisn efnahagslífsins. Sú endurrreisn er hafin fyrir vestan.
Við íslenskir Framsóknarmenn munum að sjálfsögðu setja endurreisn efnahagslífsins á oddinn hjá okkur og feta þannig í fótspor Framsóknarmannsins Obama.
Ekki það að sú áhersla sé ný hjá okkur Framsóknarmönnum - öflugt efnahagslíf sem skilar hagsæld til heimilanna hafa verið okkar ær og kýr alla tíð - og enginn flokkir náð eins góðum árangri í endurreisn efnahagslífsins og atvinnulífsins og við. Þannig er það - þótt það farið í taugarnar á andstæðingum okkar.
![]() |
Öldungadeildin samþykkti fjármálapakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ólafur Ragnar kominn í bullandi pólitík
10.2.2009 | 10:14
Ólafur Ragnar hefur allt frá myndun minnihlutastjórnarinnar verið í bullandi pólitík. Þessi ummæli Ólafs Ragnars eru klárlega pólitísk.
Það er reyndar ekkert í stjórnarskránni sem segir að hann megi ekki ræða á pólitískum nótum. Frekar hefur skapast hefð um að svo skuli ekki vera.
Eitt af verkefnum stjórnlagaþings verður einmitt að setja forsetaembætti framtíðarinnar ramma.
Viljum við kannske hafa pólitískan forseta sem tjáir sig um pólitísk málefni, þótt hann taki ekki beinan þátt í stjórnmálum?
Það er reyndar athyglisvert að nú eru tveir af æðstu embættismönnum landsins þar sem ekki hefur verið hefð fyrir að standa í pólitík komnir á kaf í pólitískri umræðu. Annars vegar forsetinn og hins vegar aðalseðlabankastjórinn.
![]() |
Þjóðverjar fái engar bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Vestfirðir ekki réttur staður fyrir olíuhreinsunarstöð
10.2.2009 | 07:51
Vestfirðir eru ekki rétti staðurinn fyrir olíuhreinsunarstöð. Við eigum að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf á grunni matvælaframleiðslu og ferðamennsku á Vestfjörðum. Olíuhreinsunarstöð er að auki hreinlega allt of stór fyrir Vestfirði.
Þegar við byggjum olíuhreinsunarstöð á Íslandi þá á hún að sjálfsögðu að rísa nærri háhitasvæði svo við getum notað heita gufu bæði til að hita upp olíuna og til þess að framleiða rafmagn til að drífa olíuhreinsunarstöðina áfram. Þannig komum við í veg fyrir CO2 losun við olíuhreinsunina.
Bakki gæti mögulega verið hagstæður staður fyrir olíuhreinsunarstöð. Þar er stutt í háhita og stöðin lægi nærri Drekasvæðinu ef þar verður einhvern tíma unnin olía.
Opinn fyrir öðrum staðsetningum.
Tillögur?
![]() |
Olíuhreinsistöð í bið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)