Það verður spennandi að sjá hvort Samfylking og VG hafi unnið raunhæfa aðgerðaráætlun til að koma heimilum og atvinnulífi til bjargar eða hvort þau hafi bara sett upp óskalista fyrir kosningar og hyggjast nýta ríkissjóð sem kosningasjóð.
Raunhæf aðgerðaráætlun hlýtur að vera forsenda þess að Framsókn verji tilvonandi ríkisstjórn falli!
![]() |
Ekki óskaríkisstjórn Sigmundar Davíðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnlagaþing þjóðarinnar þjóðarnauðsyn
29.1.2009 | 15:50
Það er þjóðarnauðsyn að þjóðin kjósi sér stjórnlagaþing til þess að semja nýja stjórnarskrá. Alþingi hefur ekki verið treystandi til þess eins og dæmin sanna.
Á þetta hef ég nokkrum sinnum áður bent, td. Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar
![]() |
Kosið í vor og í haust? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagur B. Eggertsson nýr blaðafulltrúi borgarráðs?
29.1.2009 | 14:25
Er Dagur B. Eggertsson nýr blaðafulltrúi borgarráðs? Það mætti ætla þegar lesin er frétt um að hætt verðið við þriggja hæða mislæg gatnamót á Miklubraut og Kringlumýrarbraut, en fréttatilkynning vegna þess er send fjölmiðlum af Degi B.
Mér sýnist reyndar á tímasetningum fréttanna að dugnaður Dags sem blaðafulltrúa sé ótrúlegur því það virðist sem fréttatilkynningin hafi verið send fjölmiðlum á meðan borgarráðsfundi stóð. Það getur hins vegar verið að ég hafi rangt fyrir mér í því.
Ég verð að segja að það fer Degi B. Eggertssyni betur að vera blaðafulltrúi en borgarstjóri.
Hélt hins vegar að metnaður hans stæði til hærri metorða en að vera blaðafulltrúi borgarráðs - hvíslast hefur verið á um að Dag langi til að verða formaður Samfylkingarinnar og jafnvel forsætisráðherra þegar hann væri orðinn stór.
Hvað málefnið sem blaðafulltrúinn var að koma á framfæri við fjölmiðla, þá er það skólabókardæmi um breytt vinnubrögð hjá Reykjavíkurborg í kjölfar þess að Hanna Birna og Óskar Bergsson tóku við valdataumunum. Samráð og samvinna í stað sundrungar og sundurlyndis.
![]() |
Hætt við þriggja hæða mislæg gatnamót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)