Mikilvæg göngudeildarþjónusta SÁÁ nú tryggð til 2012

Það er afar ánægjulegt að sjá mikilvæga göngudeildarþjónustu SÁÁ tryggða til loka ársins 2011 með samningi SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands. Það hefði verið skelfilegt ef SÁÁ hefði þurft að loka göngudeildarþjónustu sinni - ekki hvað síst á þessum erfiðu tímum sem reyna verulega á fólk sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða og eru í bata.

SÁÁ er að vinna afar mikilvægt starf.

Við í Velferðarráði fólum í haust SÁÁ að reka búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur í bata.

Sá samningur fólst í því að SÁÁ tryggir með fjárframlagi Reykjavíkurborgar búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu. 

Sérstök áhersla er lögð á hæfingu þessa fólks með það að markmiði að þeir sem fá þennan stuðning geti í framhaldinu búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í samfélaginu án vímugjafa. 

Ég er stoltur af mínu framlagi að framgangi þessa verkefnis sem varaformaður Velferðaráðs og bind miklar vonir við að hin mikla reynsla og hæfni starfsfólks SÁÁ muni verða til þess að búsetuúrræðið og hæfingin verði til þess að bæta líf fjölmargra sem lent hafa vímuefnavandans en vilja byggja upp nýtt og farsælt edrú líf.

Ánægjulegt skref fyrir áfengis og vímuefnaneytendur í bata!


mbl.is Samið við SÁÁ um göngudeildarþjónustu til 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálpræðisherinn og Velferðasvið vinna saman að bættum hag utangarðsmanna

Bættur aðbúnaður utangarðsfólks hefur verið mér afar hugleikinn að undanförnu og hef ég sem varaformaður Velferðaráðs lagt áherslu á að Velferðarsvið fylgi metnaðarfullri stefnu í málefnum utangarsfólks sem samþykkt var í haust.

Í vikunni var enn einn mikilvægt skref tekið í málefnum utangarðsmanna þegar undirritaður var samningur Velferðasviðs og Hjálpræðishersins um samstarf í þágu utangarðsmanna sem felst í því að Velferðaráð leggur til fagmenntaðan starfsmann sem sér um iðjuþjálfun fyrir utangarðsfólk í dagsetri Hjálpræðishersins út á Granda.

IMG_1146

Það var afar ánægjulegt að vera viðstaddur undirritunina eins og sjá má á myndinni hér að ofan, en þar eru frá vinstri talið Stella Kr. Víðsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs, Jórunn Ósk Frímannsdóttir formaður Velferðarráðs, Marie Reinholdtsen yfirforingi Hjálpræðishersins - og svo ég - Hallur Magnússon varaformaður Velferðaráðs.  


Bloggfærslur 28. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband