4 - 12 mílna hvalveiðilandhelgi!
27.1.2009 | 20:43
Hvalaskoðun og hvalveiðar geta gengið saman. Hvalaskoðun er afar mikilvæg gjaldeyristekjulind og það geta hvalveiðar líka orðið. En hvalaskoðun verður að hafa ákveðin forgang.
Legg því til að það verði sett upp 4 - 12 mílna hvalveiðilandhelgi þar sem hvalveiðar verði bannaðar.
Það má þó skoða sérstaklega einstaka svæði til hrefnuveiða innan þeirra marka eru leyfðar - og þá verður að tryggja aukna vernd á helstu hvalaskoðunarsvæðunum við Faxaflóa og Skjálfanda.
Slæ ekki á móti vel súru hvalrengi á þorrablótum næsta árs! Loksins alvöru hvalrengi eftir öll þessi ár
![]() |
Hefjum hrefnuveiðar í apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsókn samþykkir ekki eyðslu og skattahækkanastjórn!
27.1.2009 | 10:11
Vinstri grænir og Samfylkingin verða að gera sér grein fyrir því að Framsóknarmenn hafa boðist til þess að verja minnihlutastjórn þeirra falli á þeim forsendum að stjórnin vinni að brýnustu aðgerðum vegna stöðu heimilanna og fyrirtækjanna í landinu fram að kosningum sem þurfa að vera eins fljótt og unnt er.
Framsóknarmenn munu ekki samþykkja starfsstjórn eyðslu og skattahækkana!
Ákvarðanir um mögulegar skattahækkanir og ákvarðanir um það hvernig ríkisútgjöldums skal háttað verða að bíða nýrrar ríkisstjórnar sem hefur til þess hefur skýrt umboð frá þjóðinni!
Þá þurfa Vinstri grænir og Samfylkingin að átta sig á því að þótt Framsóknarflokkurinn taki ekki sæti í starfsstjórninni, þá er Framsóknarflokkurinn ekki að gefa Vinstri grænum og Samfylkingu sjálfsvald um stjórn landsins.
Framsóknarflokkurinn mun að sjálfsögðu standa vörð um hag heimila og fyrirtækja í landinu og ekki samþykkja óábyrgar aðgerðir ríkisstjórnarinna sem kunn að skaða heimili, fyrirtæki, ríkissjóð og ganga gegn nauðsynlegum efnahagsaðgerðum vegna kreppunar.
![]() |
Boðuð á fund forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Samfylkingarmenn alltaf of seinir að gera rétta hluti!
27.1.2009 | 08:52
Samfylkingarmenn virðast alltaf vera allt of seinir að gera rétta hluti!
Björgvin G. Sigurðsson bankamálaráðherra sagði allt of seint af sér þannig að afsögn hans lítur út eins og hann væri að flýja sökkvandi skip frekar en að hann sé að axla ábyrgð.
Jón Sigurðsson varaformaður stjórnar Seðlabankans segir af sér allt of seint þannig að afsögn hans lítur út eins og hann sé að þvo hendur sínar af Davíð Oddssyni sem Jón hefur borið ábyrgð á um það bil sem Davíð fellur frekar en að hann sé að axla ábyrgð.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinna slítur ríkisstjórnarsamstarfinu allt of seint þannig að afsögn hennar lítur út að sé gerð til þess að bjarga sér fyrir horn þegar fullreynt var að Samfylkingin var að hrynja vegna óánægju almennra flokksmanna og alþingismanna í stað stað þess að hún sé að axla ábyrgð.
Vonandi verður Samfylkingin ekki svona sein í minnihlutastjórninni - því þjóðin hefur ekki lengur tíma til að bíða eftir því að Samfylkingin geri rétta hluti á réttum tíma.
![]() |
Sagði sig úr bankaráði Seðlabanka Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |