Grímulaus mótmæli!
20.1.2009 | 19:49
Það er mikill hiti í miðbænum og fjöldi fólks að mótmæla. Ég tek ofan fyrir því fólki sem þarna stendur - grímulaust - og mótmælir undir nafni og kennitölu!
Sem betur fer fer grímuglæddum fækkandi!
Grímulaus mótmæli eru miklu árangursríkari og kröftugri. Svo einfalt er það.
Vonandi missa menn ekki stjórn á sér og leiðast út í ofbeldi. Enginn.
![]() |
Enn mótmælt við þinghúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Orðlaus yfir Obama!
20.1.2009 | 17:29
![]() |
Obama 44. Bandaríkjaforsetinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikilvægt að ríkisstjórnin vinni með stjórnarandstöðunni
20.1.2009 | 15:43
Það er mikilvægt að ríkisstjórnin vinni með stjórnarandstöðunni að lausn efnahagsmála og endurskipulagningu fjármálakerfisins eftir bankahrunið. Vond staða okkar í dag er meðal annars vegna þess að ráðalaus ríkisstjórn hefur ekki haft þroska til að brjóta odd af oflæti sínu og leita sér hjálpar til stjórnarandstöðunnar.
Formaður Framsóknarflokksins hefur boðið aðstoð sína og Framsóknarflokksins við verkefnið án þess að ganga inn í ríkisstjórnina. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ættu að taka þessu boði. Ástandið er bara þannig og ljóst að ríkisstjórnin ræður ekki við þetta ein.
Næstu vikur verður að vinna markvisst að lausn á efnahagslegum bráðavanda heimila og fyrirtækja á Íslandi, skilgreina sameiginleg samningsmarkmið Íslendinga í aðildarviðræum við Evrópusambandið og hefja síðan aðildarviðræður.
Því skora ég á ríkisstjórnina að koma nú þegar á fót þverpólitískri nefnd sem fái það hlutverk að undirbúa tillögu að samningsmarkmiðum Íslands og leggja þá tillögu fyrir Alþingi.
Mæli með að samningsmarkmið sem Framsóknarmenn samþykktu á flokksþingi sínu verði lagt til grundvallar í vinnu slíkrar nefndar. Einhversstaðar þarf að byrja.
![]() |
Mikilvægt að stjórnin fái vinnufrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þverpólitíska nefnd til að undirbúa samningsmarkmið Íslands
20.1.2009 | 08:24
Íslendingar eiga að taka upp evru í samráði við Evrópusambandið. Næstu vikur þarf að vinna markvisst að lausn á efnahagslegum bráðavanda heimila og fyrirtækja á Íslandi, skilgreina sameiginleg samningsmarkmið Íslendinga í aðildarviðræum við Evrópusambandið og hefja síðan aðildarviðræður.
Framsóknarmenn hafa skilgreint samningsmarkmið sín á skýran hátt. Sjálfstæðismenn ættu að gera það á landsfundi um næstu helgi og Samfylkingin þarf að gera það líka - en lítið hefur farið fyrir samningsmarkmiðum þeirra þótt vilji um inngöngu í ESB sé ljós.
Vandamálið er vanmáttug ríkisstjórn, en vanmáttug ríkisstjórn á erfitt með leysa aðkallandi vanda og halda skynsamlega um aðildarviðræður.
Formaður Framsóknarflokksins hefur boðið ríkisstjórninni aðstoð Framsóknarflokksins í því erfiða ástandi sem ríkir, án þess þó að ganga inn í núverandi ríkisstjórn.
Sjáflstæðisflokkur og Samfylking ættu að taka þessu boði. Ástandið er bara þannig og ljóst að ríkisstjórnin ræður ekki við þetta ein.
Þá skora ég á ríkisstjórnina að koma nú þegar á fót þverpólitískri nefnd sem fái það hlutverk að undirbúa tillögu að samningsmarkmiðum Íslands og leggja þá tillögu fyrir Alþingi.
Mæli með að samningsmarkmið sem Framsóknarmenn samþykktu á flokksþingi sínu verði lagt til grundvallar í vinnu slíkrar nefndar. Einhversstaðar þarf að byrja.
Framsóknarstemming í Bandaríkjunum!
20.1.2009 | 08:23
Það er Framsóknarstemming í Bandaríkjunum í dag. Enda ekki von. Framsóknarmaðurinn Barack Obama er að taka við völdum sem forseti Bandaríkjanna. Framsókn nýrra tíma að hefjast.
![]() |
Eftirvænting í Washington |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |