Mikilvægt að ríkisstjórnin vinni með stjórnarandstöðunni

Það er mikilvægt að ríkisstjórnin vinni með stjórnarandstöðunni að lausn efnahagsmála og endurskipulagningu fjármálakerfisins eftir bankahrunið. Vond staða okkar í dag er meðal annars vegna þess að ráðalaus ríkisstjórn hefur ekki haft þroska til að brjóta odd af oflæti sínu og leita sér hjálpar til stjórnarandstöðunnar.

Formaður Framsóknarflokksins hefur boðið aðstoð sína og Framsóknarflokksins við verkefnið án þess að ganga inn í ríkisstjórnina.  Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ættu að taka þessu boði. Ástandið er bara þannig og ljóst að ríkisstjórnin ræður ekki við þetta ein.

Næstu vikur verður að vinna markvisst að lausn á efnahagslegum bráðavanda heimila og fyrirtækja á Íslandi, skilgreina sameiginleg samningsmarkmið Íslendinga í aðildarviðræum við Evrópusambandið og hefja síðan aðildarviðræður.

Því skora ég á ríkisstjórnina að koma nú þegar á fót þverpólitískri nefnd sem fái það hlutverk að undirbúa tillögu að samningsmarkmiðum Íslands og leggja þá tillögu fyrir Alþingi.

Mæli með að samningsmarkmið sem Framsóknarmenn samþykktu á flokksþingi sínu verði lagt til grundvallar í vinnu slíkrar nefndar. Einhversstaðar þarf að byrja.


mbl.is Mikilvægt að stjórnin fái vinnufrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Stefán Jóhann!

Ég er sammála um að þetta eigi að grundvallast á sameiginlegri niðurstöðu. Ein einhvers staðar verður að byrja - og Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur skilgreint samningsmarkmið sín. Það er því besti útgangspunkturinn eins og staðan er!

Hallur Magnússon, 20.1.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband