Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna
2.1.2009 | 14:12
Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna eru forsenda þess að íslenskt samfélag komist heilt út úr þeim hremmingum sem við eigum við að glíma.
Þeir sem ábyrgð bera á efnahagskrísunni og bankahruninu eiga að axla ábyrgð. Stjórnmálamenn, bankamenn, og embættismenn. Það vantar nokkuð á að þessir aðiljar séu að axla ábyrgð.
Heiðarleiki verður að vera fyrir hendi svo sátt náist milli almennings og þeirra sem bera ábyrgð á efnahagshruninu. Það vantar nokkuð á að stjórnmálamenn, bankamenn, og embættismenn hafi komið fram á heiðarlegan hátt og upplýst þjóðina um hvað raunverulega gerðist. Þá vantar nokkið á að almenningur geti treysti því að sérvaldir gæðingar fái ekki aftur í hendur eignir sem þeir hafa tapað, en þjóðin sitji eftir með skuldirnar.
Samvinna er forsenda þess að við náum að ríka á ný. Það vantar nokkuð upp á samvinnu ríkisstjórnar við minnihlutann á Alþingi. Það vantar nokkuð upp á samvinni ríkisstjórnar við aðilja vinnumarkaðarains. Það vantar nokkuð á að ríkisstjórnin vinni saman með þjóðinni og þeim þúsundum friðsamra mótmælenda sem mótmælt hafa á undanförnum vikum.
Ítreka að það má ekki láta lítinn hóp óábyrgra skemmdarvarga og ofbeldissinna sem nýtt hafa sér ástandið til eignaspjalla og líkamsmeiðinga varpa skugga á þúsundir heiðarlegra og friðsamra mótmælenda.
Já, það vantar dálítið upp á ábyrgð, heiðarleika og samvinnu. Ástandið er því svartara en það þyrfti að vera.
En ég treysti því að við rönkum öll við okkur - með ábyrgð, heiðarleika og samvinnu að leiðarljósi!
Óafsakanleg skemmdarverk á Nornabúðinni
2.1.2009 | 14:02
Skemmdarverk sem gerð hafa verið á Nornabúðinni eru óafsakanleg.
Eigandi búðarinnar hefur verið mjög virk í mótmælum að undanförnu og telur það ástæðu skemmdaverkanna. Þótt ákveðinn lítill hópur mótmælenda hafi svert þúsundir heiðarlegra og friðsamlegra mótmælenda með skemmdarverkum og ofbeldi, þá réttlætir það ekki skemmdarverk á Nornabúðinni.
Ég hef skömm á skemmdarverkamönnum sem brotið hafa rúður Nornabúðarinnar - eins og ég hef skömm á þeim litla hóp skemmdarvarga og ofbeldismanna sem hafa staðið fyrir skemmdarverkum og slasað fólk undir yfirskyni mótmæla vegna bankahrunsins.
Leiðin er ekki skemmdarverk og ofbeldi.
Leiðin er Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna
![]() |
Ráðist gegn Nornabúðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)