Góður dagur hjá Framsóknarmönnum!
18.1.2009 | 23:13
Þetta er góður dagur hjá Framsóknarmönnum. Framsóknarmaðurinn Barack Obama hylltur í Washington og Framsóknarmaðurinn Sigmundur Davíð hylltur í Reykjavík ásamt ungri, öflugri nýrri forystu Framsóknarflokksins.
Báðir fulltrúar Framsóknar nýrra tíma - annar í Bandaríkjunum og hinn á Íslandi.
Fortíðin grafin á báðum stöðum. Nýtt og spennandi upphaf.
Inntökubeiðni í Framsókn nýrra tíma
![]() |
Obama hylltur í Washington |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ung og öflug forysta Framsóknar nýrra tíma!
18.1.2009 | 21:03
Framsóknarmenn hafa falið unga fólkinu í flokknum að leiða Framsókn nýrra tíma. Framsókn er flokkur framtíðarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 34 ára formaður, Birkir Jón Jónsson 29 ára varaformaður og Eygló Harðardóttir 36 ára ritari.
Aðrir flokkar sitja uppi með gamla gagnslausa liðið!
Það voru ekki margir sem höfðu trú á að Framsóknarflokkurinn yrði sá flokkur sem tæki forystuna inn í framtíðina með því að gera upp fortíðina. Það er ekki nema tveir og hálfur mánuður síðan ég skrifað bloggið Nýja forystu í Framsóknarflokkinn!
Þar hvatti ég Framsóknarmenn að endurnýja forystuna, óska eftir aðilarviðræðum við Evrópusambandið og gera upp mögulegan hlut Framsóknar í stöðu efnahagsmála.
Allt þetta hefur gengið eftir!
![]() |
Sigmundur kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Félagaskiptaglugginn er opinn!
18.1.2009 | 08:38
Öflug Framsókn nýrra tíma er hafinn. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru í tómu tjóni. Félagaskiptaglugginn er opinn. Straumurinn stendur til Framsóknar nýrra tíma.
Skráningareyðublaðið er hér: Inntökubeiðni í Framsókn nýrra tíma
Ný forysta Framsóknar
18.1.2009 | 08:21
Dagsverkið í dag er að kjósa nýja fprystu Framsóknarflokksins.
Stjórnuspá dagsins fyrir mig er svona:
Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Markmið þitt er að bæta lífsleikni viðkomandi.
Þá vitum við það!
Samfó og xD - "How pathetic!"
18.1.2009 | 01:52
Berin eru súr fyrir Björn Bjarnason, en ennþá súrari fyrir Samfylkinguna sem þola ekki styrk Framsóknarflokksins um þessar mundir og reyna að krafsa yfir skítinn sinn:
Samfylkingin ætlar að halda Framtíðarþing á laugardag eftir viku þar sem leitað verður lausna á brýnustu verkefnum í stjórnmálum samtímans en jafnframt horft til framtíðar með áherslu á þau gildi, stefnumið og forgangsröðun sem eiga að ráða för við endurreisn Íslands í kjölfar bankahrunsins" eins og segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.
How pathetic!
![]() |
Dómsmálaráðherra: Hefðbundin já,já/nei,nei afstaða framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á fimmta hundruð börn drepin - árangursrík aðgerð?!!!
18.1.2009 | 01:44
Á fimmta hundruð börn drepin - árangursrík aðgerð!!!
Treysti mér ekki til að skrifa meira. Gæti sagt eitthvað sem ég myndi mögulega sjá eftir síðan.
En á fimmta hundruð börn drepin - árangursrík aðgerð?
Hvað segið þið?
![]() |
Ísraelar lýsa yfir vopnahléi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |