Ríkisstjórnin skipi bönkunum að veita alvöru greiðsluerfiðleikaúrræði!
14.1.2009 | 17:31
Ríkisstjórnin ræður því sem hún vill ráða sem eini eigandi hlutafjár í nýju bönkunum.
Ríkisstjórnin hefur nú sýnt í verki þetta boðvald með því að skipa bankaráðum að auglýsa stöður bankastjóra.
Af hverju sýnir hún þá ekki í verki á sambærilegan hátt boðvald sitt þegar hún "segist" vilja að ríkisbankarnir komi til móts við fólkið í landinu með því að veita sömu greiðsluerfiðleikaaðstoð og Íbúðalánasjóður!
Ég krefst þess að ríkisstjórnin SKIPI bönkunum að koma til móts við fjölskyldurnar í landinu og SKIPI þeim að taka upp sömu greiðsluerfiðleikaúrræði - en feli sig ekki á bak við lin og hálfshugar "tilmæli" til bankana um að koma til móts við fólkið í landinu.
Geri ráð fyrir að málið verði klárað ekki seinna en á mánudag! Jóhanna - ekki láta bankaliðið kúga þig!
![]() |
Staða bankastjóra auglýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og örva efnahagslífið. Fjölskyldur og fyrirtæki munu hrynja á næstunni ef ekkert er að gert.
Mín tillaga er að ríkið takið 100 milljarða í framkvæmdalán hjá lífeyrissjóðunum, verðtryggt á 3,5% vöxtum og byrji að greiða af láninu eftir 10 ár. Lífeyrissjóðunum verði gert skylt að veita ríkinu lánið.
Lánið verði nýtt í framkvæmdir á vegum ríkisins. Strax verði gengið í byggingu á nýju hátæknisjúkrahúsi í Reykjavík og byggingu á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Vaðlaheiðagöng verði sett af stað og fé sett í ýmis konar atvinnubótaverkefni eins og þau sem ég benti á í bloggi mínu Ríkisstjórnin að bregðast í nauðsynlegri atvinnusköpun?
Mér er alveg sama þótt IMF sé á móti þessu. Það er engin ástæða til þess að rústa samfélaginu í óþörfu fjöldaatvinnuleysi.
![]() |
Íslendingar svartsýnir um eigin fjármál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)