Vinstri stjórn fyrir haustið!
30.9.2008 | 20:38
Það þarf að mynda vinstri stjórn á Íslandi fyrir haustið því það er deginum ljósara að Sjálfstæðisflokkurinn ræður ekki við efnahagsmálin á Íslandi - hvorki úr Seðlabankanum né forsætisráðuneytinu.
Seðlabankinn undir stjórn Sjálfstæðismanna hefur brugðist allt frá árinu 2003 þegar hann aulaðist til að lækka bindiskyldu íslensku bankanna - sem til dæmis Spánverjar gerðu ekki og standa sterkir í bankaheiminum í dag - og með hávaxtastefnu sinni sem lagt hefur íslenskt atvinnulíf í rúst og kyndir nú undir verðbólgu - og mistaka í að auka ekki gjaldeyrisforða landsins í góðærinu þegar krónan var sterk - sem skilar sér í gengishruni í dag og óðaverðbólgu!
Ríkisstjórnin undir stjórn Sjálfstæðismanna sem annars vegar setti allt á hvolf með 20% raunaukningu í verðbólgufjárlögum fyrir árið 2008 - og aðgerðaleysi sitt - fyrir utan smá lífsmark gagnvart Íbúðalánasjóði í sumar - allt þar til hún þjóðnýtti Glitni - úr farþegasætinu - nú um helgina!
Já, það þarf að mynda vinstri stjórn.
Sá áðan í Kastljósinu tvo öfluga ráðherra í slíka ríkisstjórn - núverandi bankamálaráðherra Björgvin G. Sigurðsson - sem varð að kyngja orðnum hlut Sjálfstæðismanna í þjóðnýtingunni en hefur að öðru leyti staðið sig vel - og fyrrverandi bankamálaráðherra Valgerði Sverrisdóttur - sem var frábær ráðherra í fyrri ríkisstjórn - bæði sem viðskipta- og iðnaðarráðherra og sem utanríkisráðherra!
Hins vegar er jafn nauðsynlegt að halda góðri aðgerðarstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík út kjörtímabilið!
![]() |
Moody's lækkar einkunn Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Spariféð okkar að 3 milljónum er tryggt gegn gjaldþroti banka!
30.9.2008 | 15:54
Í því umróti sem nú er á bankamarkaði er ánægjulegt að sjá Talsmann neytenda koma á framfæri þeirri mikilvægu staðreynd að neytendur njóta að lágmarki lögbundinna trygginga gagnvart tapi á innistæðu og verðbréfaeign sem nemur rúmlega 3 milljónir króna hjá hverjum banka.
Því er ekki ástæða að fara af límingunum og taka út spariféð sitt þótt einstakir bankar lendi í erfiðleikum - auk þess sem allar líkur eru á að ríkið þjóðnýti þá löngu áður en sú staða kemur upp samanber það að Seðlabankinn fékk ríkisstjórnina til að þjóðnýta Glitni um helgina vegna skyndilegs lánsfjárskorts Glitnis!
Talsmaður neytenda skýrir frá þessari vernd sparfjár í frétt á vefsíðu sinni "Bankainnistæður njóta óbeinnar ríkisábyrgðar auk beinna lágmarkstrygginga" þar sem ítarlega er greint frá þessu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er orð að marka ráðherrana eftir þjóðnýtingarferli helgarinnar?
30.9.2008 | 15:07
Það er tilbreyting að sjá Samfylkinguna sem þátttakanda í þjóðnýtingu Glitnis og atburðarás henni tengdri. Nú hefur bankamálaráðherrann fullvissað okkur um að engar viðræður séu á milli ríkisstjórnar og Landsbankans um sameiningu bankanna.
Ég veit ekki - miðað við það að bankamálaráðherrann virðist ekkert hafa komið að þjóðnýtingarferli Glitnis og lítið um það vitað - hvort staðhæfingar þess ágæta ráðherra um þróun mála milli Sjálfstæðisflokks og Landsbanka hafi eitthvað gildi. Ætli hann viti nokkuð hvað raunverulega er í gangi!
Þá er enn minna mark takandi á orðum forsætisráðherrans þegar hann segir engar viðræður séu í gangi - eftir ítrekuð ummæli hans um helgina þar sem hann fullyrti að ekkert - ég endurtek - ekkert væri í gangi nema einfalt stöðumat vegna fjarveru hans í útlöndum! Í kjölfar þess var Glitnir þjóðnýttur - með 84 milljarðar framlagi ríkisins!
Vissulega kann að spila inn í fjarveru Samfylkingar að Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar er fjarri góðu gamni vegna alvarlegra veikinda sem vonandi munu ekki halda henni of lengi frá stjórnmálum - það er greinilegt að Samfylkingin er algerlega vængbrotin án hennar!
Óháð öllum stjórnmálum þá óska ég Ingibjörgu Sólrúnu góðs bata og vonast til þess að hún nái fullum starfskröftum sem allra fyrst.
![]() |
Engar viðræður um sameiningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef það er rétt að Seðlabanki Íslands hafi skapað lausafjárkrísu Glitnis með því að taka 300 milljóna evra lán hjá sama aðila og gjaldfelldi lán Glitnis upp á 150 milljónir evrur í kjölfarið, þá get ég ekki séð annað en að um hreina og klára aðför seðlabankastjóra að Glitni hafi verið að ræða!
Það er deginum ljósara að Seðlabankinn gat lánað Glitni fé til að Glitnir kæmist út úr þeirri lausafjárkrísu sem Seðlabankinn virðist hafa skapað! En af einhverjum ástæðum - sem greinilega virðast ekki málefnalegar - kaus Seðlabankinn þess í stað að þjóðnýta Glitni nánast með misneytingu!
Duglaus forsætisráðherra spilaði að sjálfsögðu með!
Það sem gerir málið enn alvarlega er það að íslenski Seðlabankinn gerði ekkert til þess að vera með í samkomulagi norrænu seðlabankanna og seðlabanka Bandaríkjanna um aðgang seðlabankanna að dollurum sem hefði gert 300 milljóna evra lánið sem felldi Glitni óþarft!
Höfum við efni á því að hafa svona seðlabankastjóra og svona forsætisráðherra?
Í frétt mbl.is segir m.a.:
"Ein þeirra skýringa sem nefndar hafa verið, samkvæmt heimildum blaðsins, er sú að Seðlabankinn hafi fengið lán upp á 300 milljónir evra hjá sama banka. Og var því beint til Glitnis, samkvæmt sömu heimildum, að sækjast eftir láni frá Seðlabankanum.
Þá kemur fram að forsvarsmenn Glitnis hafi ekki talið sig geta sótt evrurnar á markað án þess að veikja krónuna verulega."
Ef þetta er satt þá hefur Jón Ásgeir rétt fyrir sér þegar hann segir: Stærsta bankarán Íslandssögunnar.
Ef þetta er rétt - sem ég trúi varla - þá kann þetta að vera löglegt - en þetta er algerlega siðlaust!
VIÐBÓT
Eftir að hafa lesið leiðara Þorsteins Pálssonar ákvað ég að bæta orðum hans við þessa færslu mína kl. 10:15:
"Stjórnarþingmennirnir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson settu fyrr á þessu ári fram sjónarmið um mikilvægi þess að Seðlabankinn gerði ráðstafanir til að auðvelda bönkunum að veita eðlilegu súrefni inn í atvinnulífið. Gagnrýni bæði atvinnulífsins og samtaka launafólks hefur beinst að þessu sama á undanförnum mánuðum. Bankastjórn Seðlabankans hefur talið þessa gagnrýni léttvæga.
Í gær kom fram af hálfu bankastjórnarinnar að hún hefði fyllsta traust á stjórnendum Glitnis, eiginfjárstaða hans væri afar sterk og allt útlit væri fyrir að ríkissjóður geti selt hlut sinn með góðum hagnaði á næstu misserum. Þessar yfirlýsingar benda til þess að slæmur rekstur hafi ekki verið orsök þess að bankinn komst í hann krappan heldur tímabundnir erfiðleikar við fjármögnun.
Í þessu ljósi er eðlilegt að spurt sé hvers vegna ekki var talið rétt að Seðlabankinn kæmi fram sem lánveitandi til þrautavara við þessar aðstæður. Miðað við sveigjanleg viðbrögð erlendra seðlabankan við aðstæður líkum þessum er þörf á að skýra þessa atburði betur og þá grundvallarstefnu sem að baki býr. Verður sömu ráðum fylgt ef frekari aðstoðar verður þörf á fjármálamarkaði?"
![]() |
Erfiðir gjalddagar framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)