Aðildarviðræðum við ESB lokið fyrir árslok 2009?

Vinur minn finnski Framsóknarmaðurinn Olli Rehn stækkunarstjóri Evrópusambandsins staðfesti í dag það sem ég hef haldið fram um langt árabil að samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu gætu tekið minna en ár. Þetta kom fram á fundi Evrópunefndar Björns Bjarnasonar í Brussel með Olli Rehn.

Okkar hjartfólgna íslenska króna er búin að vera eins og allir vita - en sumir - eins og Davíð Oddsson - vilja ekki sætta sig við. Besta vitræna leiðin er að taka upp evru.

En á fundinum í dag vísaði Olli á bug hugmyndum um upptöku Íslendinga á evru í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

Það liggur því einungis eitt fyrir. Að hefja aðildarviðræður og sjá hvert þær leiða okkur.

Þeim viðræðum er unnt að ljúka fyrir árslok árið 2009.

Það er þá hægt að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2010.  Unnt er að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá vegna aðildar - ef þjóðin velur að ganga í Evrópusambandið í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010 - fyrir Alþingiskosningar 2011.

Breytingarnar staðfestar samhliða Alþingiskosningunum 2011 og Ísland komið í Evrópusambandið 1. janúar 2012.

Ef Samfylkingin þorir að setja Evrópumálin á oddinn.

Sem ég efast um.


mbl.is Tvíhliða upptaka evru óraunhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðildarviðræðum við ESB lokið fyrir árslok 2009?

Vinur minn finnski Framsóknarmaðurinn Olli Rehn stækkunarstjóri Evrópusambandsins staðfesti í dag það sem ég hef haldið fram um langt árabil að samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu gætu tekið minna en ár. Þetta kom fram á fundi Evrópunefndar Björns Bjarnasonar í Brussel með Olli Rehn.

Okkar hjartfólgna íslenska króna er búin að vera eins og allir vita - en sumir - eins og Davíð Oddsson - vilja ekki sætta sig við. Besta vitræna leiðin er að taka upp evru.

En á fundinum í dag vísaði Olli á bug hugmyndum um upptöku Íslendinga á evru í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

Það liggur því einungis eitt fyrir. Að hefja aðildarviðræður og sjá hvert þær leiða okkur.

Þeim viðræðum er unnt að ljúka fyrir árslok árið 2009.

Það er þá hægt að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2010.  Unnt er að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá vegna aðildar - ef þjóðin velur að ganga í Evrópusambandið í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010 - fyrir Alþingiskosningar 2011.

Breytingarnar staðfestar samhliða Alþingiskosningunum 2011 og Ísland komið í Evrópusambandið 1. janúar 2012.

Ef Samfylkingin þorir að setja Evrópumálin á oddinn.

Sem ég efast um.


Losnar um málbeinið á þöglum Haarde!

Það er með ólíkindum hvað losnar alltaf um málbeinið á Geir Haarde þegar hann er í útlöndum...

... þegir alltaf eins og steinn hér heima!

Ætla ekki að tjá mig um innihald orða Geirs að þessu sinni...

... en hefði vilja heyra hann tjá sig um ýmis íslensk málefni - eins og td. auglýsingu opinberra starfa!


mbl.is Óráð að skipta bönkum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband