Dúkarinn segir mig rætinn!
16.9.2008 | 19:28
Dúkarinn Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi Vinstri grænna sagði mig rætinn þar sem hann stóð í öllu sínu veldi í ræðustól borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Þorleifur vísaði í - að hans mati - "afar rætið blogg nýkjörins varaformanns velferðarráðs" - eins og hann orðaði það - en varaformaðurinn er ég - og las í kjölfarið beina tilvitnun úr meintu, rætnu bloggi mínu - sem reyndar var í allt öðru bloggi:
"Þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við stjórn Reykjavíkurborgar á dögunum þá sammæltust við fulltrúar meirihlutans í Velferðarráði að leggja á haustmánuðum áherslu á málefni utangarðsfólks."
Það fer greinilega afar illa í dúkaran að þegar við í Framsóknarflokknum tókum af skarið og leystum slæma stjórnarkrísu með því að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn- þá settum við það á oddinn að setja punt á bak við endalaus samræðustjórnmál og byrja að framkvæma.
Dúkarinn Þorleifur Gunnlaugsson vildi fresta afgreiðslu stefnumótunar um málefni utangarðsfólks og metnaðarfulla aðgerðaráætlun sem henni fylgdi - og tryggð verður í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Væntanlega hefur ósk hans um frestun verið byggð á göfugum hvötum - en eins og ég sagði í mínu "rætna bloggi" þá var ég:
"...mjög harður á því að stefnumótunin og aðgerðaáætlunin yrði samþykkt í dag svo unnt væri að hefja strax handa við að bæta aðstöðu útigangsfólks. Enda var vinnuhópur stjórnmálamanna og embættismanna búinn að vinna að stefnumótuninni allt frá því verkefninu var komið á fót í fyrri meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Haldnir voru 18 fundur - þótt vinnan hafi legið fyrir meðan Samfylkingin fór með formennsku í Velferðarráði í valdatíð Tjarnarkvartettsins."
Ég ætla ekki að elta ólar við misskilning Þorleifs - sem sumir myndu kannske kalla rangfærslur - um nýsamþykkta metnaðarfulla stefnu og aðgerðaráætlun í málefnum utangarðsfólks borgarstjórn í dag - þrátt fyrir að formaður velferðarráðs hafi ítrekað leiðrétt velferðarráðsfulltrúann.
En það verður greinilega athyglisvert að vinna með dúkaranum, borgarfulltrúanum og fulltrúanum í velferðarráði - Þorleifi Gunnlaugssyni - þessa mánuði sem eftir eru fram að kosningum!
Hina metnaðarfullu stefnum - sem Þorleifur vildi ekki samþykkja heldur fresta á fundi Velferðarráðs í síðustu viku - má sjá hér á vefsvæði Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.9.2008 kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sýndarmennska verðlaunuð!
16.9.2008 | 08:48
Hugtakið sýndarmennska fær alveg nýja vídd með "sýndarmennum"!
Þetta fyrirbæri eiga kannske framtíð fyrir sér í ákveðnum stjórnmálaflokkum!
En án gríns þá er það frábær árangur hjá þeim Bjarna Þór Árnasyni og Ægi Þorsteinssyni sem hlutu tvenn verðlaun fyrir lokaverkefni sem kallast CADIA BML Realizer, og er opið safn verkfæra til að myndgera og kvika sýndarmenni í þrívíðum sýndarheimum. Þetta er fyrsta aðgengilega kvikunarvélin sem tekur við hreyfilýsingu á BML-formi ("Behavior Markup Language"), sem er nýr alþjóðlegur staðall til að lýsa nákvæmri samhæfingu líkamshreyfinga, segir í frétt frá HR!
Sýndarmenni! Frábær nafngift á fyrirbærinu!
![]() |
Verðlaunaðir fyrir sýndarmenni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |