Stjórnsýsluúttekt á Vegagerðinni nauðsynleg!
9.4.2008 | 20:51
Það er nauðsynlegt að gera nú þegar stjórnsýsluúttekt á Vegagerðinni! Aulaháttur hennar virðist algjör á öllum sviðum! Slysagildran á Reykjanesbrautinni er einungis eitt dæmið - svo sorglega fyrirsjáanlegt.
Það skiptir engu máli hvert litið er!
2+1 þráhyggjan!
Grímseyjarferjan og Flóabáturinn Baldur!
Andstaðan við Sundabraut - eða hvaða aðra leið en "sérfræðingarnir" hjá Vegagerðinni bíta í sig að eigi að fara!
Nú fer að styttast að nýr Vegamálastjóri úr röðum Samfylkingar verði ráðinn. Ég held að það sé mikilvægt fyrir hann að taka við Vegagerðinni í kjölfar stjórnsýsluúttektar - svo hann sitji ekki í súpunni!
![]() |
Reiður út í þá sem bera ábyrgð á Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Moody´s þakkar Íbúðalánasjóði hraða útrás bankanna!
9.4.2008 | 10:17
Moody´s þakkar Íbúðalánasjóði eða kennir sjóðnum um hraða útrás íslensku bankanna - eftir því hvernig á málið er litið!
Í skýrslu Moody´s segir meðal annars:
. ..The dominance of this institution [Housing Financinf Fund - Íbúðalánasjóður] over the mortgage market may have been one the factors for the banks to pursue faster internationalization and greater dependence on wholesale funding than would have otherwise been the case, thereby increasing the exposure of the country to the current credit crunch.
Þannig ber Íbúðalánasjóður ákveðna ábyrgð á stöðu bankanna samkvæmt Moody´s!
Er þá ekki rétt að nota Íbúðalánasjóð til að aðstoða bankana í þessari krísu, sbr. blogg mitt:
Íbúðalánasjóður bjargvættur heimila og bankakerfis?
![]() |
Ný skýrsla Moody's segir litlar líkur á hremmingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rétt hjá Samfylkingunni að standa í lappirnar!
9.4.2008 | 07:48
Ég efast ekki um að rök eru fyrir uppstokkun embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum þótt ég og fleiri sjái þau ekki og efist um að slíkar breytingar verði til bóta, enda núverandi fyrirkomulag skilað miklum og góðum árangri. Af hverju að breyta breytinganna vegna þegar hlutirnir ganga óskaplega vel?
Það er greinilegt að þingmenn Samfylkingarinnar kaupa ekki röksemdarfærslurnar fyrir breytingum þar sem málið er pikkfast í þingflokknum.
Það er siðferðilega rétt hjá þingflokki Samfylkingarinnar að standa í fæturna í þessu máli ef samviska þeirra telur að fyrirhugaðar breytingar séu rangar.
En á sama hátt verður Samfylkingin að sína sama þroska þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stoppar gæluverkefni Samfylkingarfólks sem gengur gegn samvisku þingmanna Sjálfstæðisflokksins.
Þetta er vandamálið við samsteypustjórnir - en það er mikilvægt að allir aðiljar virði skoðanir samstarfsaðiljans - og leggi sig fram um að ná málamiðlunum í stöðu sem þessari - málamiðlun sem báðir aðiljar geta fallist á. Ef ekki verða samstarfsflokkar að hafa þroska til að leggja mál til hliðar - ef þeir á annað borð vilja halda áfram heilbrigðu samstarfi í ríkisstjórn.
Það er örugglega ekki alltaf auðvelt!
![]() |
Suðurnesjafrumvarp fast hjá Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)