Frysting höfuðstólsgreiðslna ekki nóg!
6.12.2008 | 19:03
Það er gaman að heyra hinn virta fræðimann Gylfa Magnússon dósent taka undir málflutning minn um að það þurfi tímabundið að draga úr afborgunum fólks af verðtryggðum lánum. Hins vegar dugir ekki að frysta einungis höfuðstólsgreiðslur hjá þeim sem tekið hafa lán undanfarin ár vegna þess að verðtryggð húsnæðislán eru annuitetsllán.
Gylfi hlýtur því að vera að ræða um almenn verðtryggð lán með jöfnum afborgunum sem virka öðruvísi.
Verðtryggðu húsnæðislánin eru annuitetslán einsog áður sagði - sem þýðir að ef engin væri verðbólgan þá myndi afborgun af lánunum vera sú sama allan lánstímann. Vaxtagreiðslan af láninu dreifist á allan lánstímanna. Þess vegna er hlutfall vaxtagreiðslna mjög hátt fyrstu árin, en hlutfall greiðslu af höfuðstól frekar lágt. Höfuðstóllinn lækkar því lítið fyrri part lánstímans en hratt síðari hluta lánstímans.
Vegna þessa þá munar tiltölulega litlu í greiðslubyrðinni þótt höfuðstóll sé frystur fyrri hluta lánstímans - aðalgreiðslubyrðin þá felst í vöxtum. Hins vegar munar mikið um slíka fystingu á síðari hluta lánstímans þegar meginhluti afborganna fer í að greiða niður höfuðstólinn.
Lausnin er sú að geta bæði fryst greiðslur af vöxtum, höfuðstól og verðbótum. Greiðslubyrðin taki mið af greiðslugetu hvers og eins fyrir sig - en það sem út af stendur verði fryst til dæmis í 3 ár. Þá verði tekin afstaða til þess hvernig farið verði með þann hluta lánsins sem hefur verið frystur.
Fyrir flesta er líklegt að unnt sé að standa undir greiðslum í kjölfar kreppunar, fyrir aðra er þörf að lengja í láninu til þess að lækka greiðslubyrðina og væntanlega verður einhver hópur sem getur ekki staðið undir láninu. Þá þarf sértækar aðgerðir til að leysa úr vanda þess hóps.
Ég hef bent á tvær leiðir til þess að ákvarða fjárhæð afborganna og þar af leiðir hversu mikið verði fryst.
Einfaldasta leiðin er að ákvarða að ákveðið fast hlutfall af brúttólaunum fari til greiðslu íbúðalána ef fólk sækir um að frysta hluta afborgana sinna.
Flóknari leið - en að mörgu leiti æskileg leið - er að fólk fari gegnum greiðslumat og í kjölfar þess ákvarðað hvaða fjárhæð fjölskyldan getur greitt í afborganir af íbúðalánum og afgangurinn frystur í til dæmis þrjú ár. Kosturinn við þessa leið er sú að við greiðsluamt er farið í gegnum öll fjármál fjölskydunar og unnt að ganga frá yfirlitum og greiðsluáætlunum til að standa undir öðrum skuldbindingum og útgjöldum fjölskyldunnar. Fjölskyldan fær þá mikilvægt stöðumat á eigin fjárhagslega stöðu.
![]() |
Frysting jafnvel óhjákvæmileg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Björgvin G. ráðherra upp á punt fyrir Ingibjörgu Sólrúnu!
6.12.2008 | 14:15
Björgvin G. var greinilega hugsaður sem ráðherra upp á punt hjá Ingibjörgu Sólrúnu og væntanlega skipaður til að setja dúsu upp í vin minn Össur Skarphéðinsson - sem reyndar var einnig lengst af árinu hafður út í kuldanum af Ingibjörgu Sólrúnu sem vill greinilega halda í alla þræði innan Samfylkingar og utan með hjálp einkavina sinna.
Það er ekki nema von að bankamálaráðherrann hafi verið gersamlega eins og kálfur úti á túni eins í umræðunni í bankamálaumræðunni.
Mér hefur líkað vel við Björgvin og haft á honum álit. Það var reyndar fokið út í veður og vind vegna hraksmánlegrar framgöngu hans og Geirs Haarde í bankahrunsmálinu - en sem betur fer virðist það vera vegna þess að hann fékk ekki neinar upplýsingar. Hvorki frá Seðlabanka né alvöru ráðherrum í ríkisstjórninni.
Það er ekki nema von að það sé aðeins farið að hrikta í stoðum Ingibjargar Sólrúnar innan Samfylkingar!
... og ríkisstjórnarinnar - 65,5% styðja ekki ríkisstjórnina!
![]() |
Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Leysti Svörtulofta-Skotta Geir úr Evrópuálögum?
6.12.2008 | 13:10
Geir Haarde forsætisráðherra er nú loksins að sjá hið augljósa. Að það sé heillavænlegast fyrir íslenska þjóð að Ísland fari í aðildarviðræður við Evrópusambandið - og taki síðan ákvörðun um það hvort gengið verði í sambandið þegar niðurstaða viðræðna liggja fyrir.
Ætli það hafi verið draugagangur Svörtulofta-Skottu í síðustu viku sem losuðu Geir úr Evrópuálögunum þar sem ekki mátti minnast á Evrópu né Evrópusambandið?
Verst að Geir sá ekki ljósið strax í síðustu ríkisstjórn þegar rétt hefði verið að ganga í málið. En betra seint en aldrei!
Munið að 65,5 prósent styðja ekki ríkisstjórnina!
![]() |
Aðildarviðræður koma til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar fjölmargar fjölskyldur berjast í bökkum í erfiðu efnahagsástandi kemur það því miður oft niður á börnunum. Útgjöld eru skorin niður eins og mögulegt er. Því miður neyðast fjölskyldur að skera niður útgjöld vegna frístundastarfs barna sinna.
Á tímum sem þessum er mikilvægt að tryggja börnum aðgengi að frístundastarfi óháð fjárhag foreldranna. Í Reykjavík hefur þetta verið gert með tilkomu frístundakortsins - sem hefur stundum í umræðunni verið kalla Framsóknarkortið enda höfðu Framsóknarmenn forgöngu um að innleiða það - börnum og unglingum í Reykjavík til hagsbóta.
Frístundakortið á í flestum tilfellum að duga fyrir greiðslu félagsgjalda vegna iðkunar barns í einni íþrótt.
Það er ljóst að ekki hafa allir foreldrar nýtt sér frístundakort barna sinna. Ég hvet alla foreldra til að nýta frístundakortin og koma börnum sínum í heilbrigt íþrótta- og tómstundastarf.
Þá hef ég frétt að þegar hafi borið á nokkru brottfalli barna úr íþróttastarfi vegna efnahagsástandsins. Ástæðan sú að foreldrar hafi ekki getað greitt fyrir vetrarstarfið og að frístundakortið hafi verið fullnýtt.
Í þeim tilfellum hvet ég íþróttafélögin að gefa foreldrum kost á að fresta greiðslu æfingagjalda fram yfir áramót þegar foreldrar fá í hendur frístundakort vegn ársins 2009. Frístundakortið ætti þá að standa undir að minnsta kosti stærstum hluta æfingagjalda fram á næsta haust.
Þá vil ég benda þeim fjölskyldum sem allra verst eru staddar fjárhagslega og að þær geta leitað til þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og sótt um viðbótarfjármagn vegna frístundastarfs barna sinna ef fjárhæð frístundakortsins hrekkur ekki til.
Bágt efnahagsástand má ekki verða til þess að börn og unglingar hætti þátttöku í heilbrigðu íþrótta- og tómstundastafi, enda slíkt starf líklega aldrei mikilvægara en í slíku ástandi.
Upplýsingar um frístundakortið og hvernig það er notað eru hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)