Pólitískt klókt hjá Svandísi - Framsókn tryggir atvinnu - enn einu sinni!

Það er pólitískt klókt hjá Svandísi Svavarsdóttur að ganga af fundi þegar rætt var um orkuverð Orkuveitu Reykjavíkur til fyrirhugaðs álvers í Helguvík.

Enn klókara að bóka að almenningur ætti að eiga: „lögvarða kröfu á því að fá verðið uppgefið þar sem í þeim upplýsingum liggja miklir hagsmunir almennings. Jafnframt mun fulltrúinn áfram berjast fyrir því að raforkuverð til stóriðju verði gert opinbert."

Þetta er í takt við það sem þjóðin vill - en erfitt getur verið að fá fram - ekki endilega vegna þess að Orkuveitan vilji ekki gefa upp verðið - heldur vegna þess að um er að ræða viðskiptalegar upplýsingar sem viðsemjandi Orkuveitunnar vill náttúrlega ekki gefa upp.

Svandís sýnir hér enn einu sinni að hún er öflugur og klókur stjórnmálamaður - eins og hún á kyn til - og er á því sviði langtum fremri helsta keppinauti sínum - Degi B. Eggertssyni núverandi leiðtoga Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur.

En einu sinni sýnir það sig að þegar Framsóknarflokkurinn er við stjórnvölinn - þá tryggir það atvinnu. Annað en þegar kratar og íhald vinna saman. Meira um það á bloggi mínu:


mbl.is Sala á orku hefjist 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuveitan með mikilvæga atvinnusköpun á erfiðum tímum

Orkuveita Reykjavíkur hefur væntanlega tryggt mikilvæga fjármögnun svo þetta öfluga fyrirtæki í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar geti lagt sitt af mörkum í viðreisn íslensks efnahagslífs með áframhaldandi framkvæmdum á Hellisheiði.

Þá mun Reykjavíkurborg væntanlega tryggja framkvæmdir á árinu 2009 sem munu tryggja mikilvæga atvinnu sem annars hefði ekki verið fyrir hendi. Forsenda þess er hins vegar fjármögnun á ásættanlegum kjörum sem ég trúi að Reykjavíkurborg nái.

Á meðan sveitarfélagið Reykjavíkurborg leggur sitt af mörkum við atvinnusköpun á erfiðum tímum, þá fer minna fyrir slíku hjá ríkisvaldinu - sem ætti að leiða atvinnusköpun á krepputímum.

Það er vert að minna á að við stjórnvölinn í Reykjavík - bæði í borgarstjórn og í Orkuveitunni - eru Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn - sem náð hafa góðri samvinnu við minnihlutann í borginni. Minnihlutinn á hrós skilið fyrir að leggja sitt af mörkum í þeirri samvinnu. 

Þá er einnig vert að hafa í huga að við stjórnvölinn í ríkisstjórninni er Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Þau hafa enga samvinnu við minnihlutann á Alþingi.

Munið að það hefur verið Framsóknarflokkurinn sem byggt hefur upp atvinnu á Íslandi eftir að ríkisstjórnir krata og íhalds hafa skilið við með miklu atvinnuleysis. Það borgar sig að hafa Framsóknarflokkinn við stjórnvölinn - þótt mörgum svíði það! En þannig er það bara!


mbl.is OR tekur fimm milljarða króna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Götustrákurinn" Jón Ásgeir setti Ísland ekki á hausinn - einsamall

Þótt ég hafi talið að Jón Ásgeir hafi verið einn þeirra sem eigi þátt í íslenska efnahagshruninu þá hefur það verið ljóst jafn ljóst í mínum huga að þáttur hans hefur verið verulega ofmetinn, enda gat hann ekki borið ábyrgð á sífelldum mistökum seðlabanka og ríkisstjórnar, sem meðal annars fólust í því að gjaldeyrisforð Íslendinga var ekki efldur.

Líklega hefur óbeit seðlabankastjóra á Jóni Ásgeiri leikið stærra hlutverk í bankahruninu en Jón Ásgeir sjálfur. Það er deginum ljósara að aðförin að Glitni - sem meðal annars varð til þess að íslenska bankakerfið hrundi - hefði ekki verið gerð ef Jón Ásgeir og fyrirtæki hans hefðu ekki verið tengd Glitni. Hætt við að Glitnir hefði fengið lánafyrirgreiðslu í seðlabankanum ef persónur og leikendir hefðu verið aðrir.

En nóg í bili af hefðu og ef!

Las grein Jóns Ásgeirs. Hún er trúverðug - en eðli málsins vegna endurspeglar hún náttúrlega hans hlið á málunum.

Það sem kom mér mest á óvart í henni er hve lágt hlutfall útlána Glitnis var til félaga í hans eigu. Hafði í ljósi umræðunnar talið að það væri miklu hærra!

Það verður gaman að sjá við brögð hörðustu andstæðinga Jóns Ásgeirs við henni. Vonast eftir rökum en ekki upphróðunum frá þeim.


mbl.is Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband