Að sjálfsögðu og löngu ljóst að evran hefði mildað kerfishrunið!
27.12.2008 | 23:50
Að sjálfsögðu hefði verið betra að Íslendingar væru búnir að taka upp Evru fyrir löngu og það er löngu ljóst að þá hefði kerfishrunið á Íslandi ekki orðið! Það þurfti ekki Wall Street Journal til að fatta það!
En það er verið að fjalla um Ísland og kerfishrunið okkar í Wall Street Journal í dag. Greianrhöfundar komast að þeirri niðurstöðu - ekki óvænt - að evran hefði getað dregið úr falli íslensku bankanna.
Klikkið hefði hisn vegar verið að með því að höfða til þjóðarstolts hafi Davíð Oddsson hinsvegar lengi spornað við því að þjóðin gengi í Evrópusambandið og tæki upp evruna.
Við værum betur sett ef meirihluti Framsóknarmanna á flokksþingi 2003 sem vildi prófa aðildarviðræður við Evrópusmambandið hefði sett hagsmuni þjóðarinnar umfram hagsmuni flokksins - og sett á oddinn að Ísland gengi til aðilfarviðræðna við Evrópusambandið - og að þjóðin tæki síðan afstöðu til niðurstöðu viðræðna þegar þær lægju fyrir!
En Evrópuviðræðuarmurinn lét undan minnihlutanum - til að viðhalda einingu í flokknum!
Ekki varð það til þess að sameina flokkinn - þannig það hefði verið betra að faraí aðildarviðræður þá - þótt einhverjir Framsóknarmenn hefðu farið í fýlu!
Þetta kennir okkur að flokkar - hvaða nafni sem þeir nefnast - eiga að hætta að hugsa fyrst og fremst um mögulegan eigin hag - en að taka hagsmuni þjóðarinnar fram fyrir sína eigin.
Það skilar þeim árangri til lengri tíma!
Þannig var Framsókanrflokkurinní áratugi - þótt andstæðingarnir hafi snúið út úr því - en flokkurinn klikkaði á því í Evrópuaðildarviðræðutillögnni á sínumtíma. Það hefur bæði skaðað flokkin sem er ekki stórmál - en miklu frekar skaðað þjóðina - sem er stærra mál.
Hins vegar er það gott fyrir Framsóknarflokkin að aðrir hafa hugsað enn frekar um eigið skinn - og bannað umræður um Evrópusambandsaðildarviðræður - eða þóst vilja viðræður en ekki haft fullt umboð til þess!
Enginn hefur hins vegar tekið af skarið og gert það eina rétta - að láta þjóðina velja!
Skrítin pólitíkin á Íslandi!
![]() |
Evran hefði dregið úr fallinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bjargar Stefán Jón Samfylkingunni í Reykjavík?
27.12.2008 | 12:12
Stefán Jón Hafstein dúkkar nú upp af miklum krafti með grein um ástandið á Íslandi - en eins og Reykvíkingar ættu að vita - þá er Stefán Jón að vinna að þróunarsamvinnumálum í Afríku og því í launalausu leyfi frá borgarstjórn.
Ef ég þekki Stefán Jón rétt þá mun keppnisskap hans verða til þess að hann snýr aftur í stjórnmálin.
Heldur hefur fjarað undan Samfylkingunni í Reykjavík að undanförnu - enda hefur Dagur B. átt erfitt með að fóta sig eftir að hann hætti sem borgarstjóri - sérstaklega eftir að Hanna Birna og Óskar tóku við - þau einfaldlega skyggja á Dag ásamt Svandísi Svavarsfóttur sem hefur sýnt miklu meiri forystuhæfileika en Dagur að undanförnu! Svandís Svavarsdóttir hefur nefnilega styrkt stöðu sína og Vinstri grænna í borginni á kosnað Dags og Samfylkingar.
Það er alveg ljóst að Samfylkingarmenn - sem var á tímabili í hæstu hæðum í skoðanakönnunum og Dagur B. jafnvel í ennþá hætti hæðum - munu ekki sætta sig við að síga áfram niður á við í fylgi. 'Eg spái því að það verði nokkur eftirspurn eftir Stefáni Jóni - og hann takið við kyndlinum af Degi fyrir næsti borgarstjórnarkosnningar.
Það gæti bjargað Samfylkingunni í Reykjavík frá því að verða minni flokkur en Vinstri grænir eftir næstu kosningar!
Fellir verkalýðshreyfingin ríkissjórnina?
27.12.2008 | 08:23
Fellir verkaýðshreyfingin ríkisstjórnina?
Las í Fréttablaðinu í morgun að endurskoðun samninga veri í uppnámi og forsvarsmenn ASÍ telji ríkisstjórnina ekki sýna samstarfsvilja og séu ósáttir við fjárlögin. Boltinn sé hjá stjórnvöldum - sem að venju gera afar lítið í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.