Bjargar Stefán Jón Samfylkingunni í Reykjavík?

Stefán Jón Hafstein dúkkar nú upp af miklum krafti með grein um ástandið á Íslandi - en eins og Reykvíkingar ættu að vita - þá er Stefán Jón að vinna að þróunarsamvinnumálum í Afríku og því í launalausu leyfi frá borgarstjórn.

Ef ég þekki Stefán Jón rétt þá mun keppnisskap hans verða til þess að hann snýr aftur í stjórnmálin.

Heldur hefur fjarað undan Samfylkingunni í Reykjavík að undanförnu - enda hefur Dagur B. átt erfitt með að fóta sig eftir að hann hætti sem borgarstjóri - sérstaklega eftir að Hanna Birna og Óskar tóku við - þau einfaldlega skyggja á Dag ásamt Svandísi Svavarsfóttur sem hefur sýnt miklu meiri forystuhæfileika en Dagur að undanförnu! Svandís Svavarsdóttir hefur nefnilega styrkt stöðu sína og Vinstri grænna í borginni á kosnað Dags og Samfylkingar.

Það er alveg ljóst að Samfylkingarmenn - sem var á tímabili í hæstu hæðum í skoðanakönnunum og Dagur B. jafnvel í ennþá hætti hæðum - munu ekki sætta sig við að síga áfram niður á við í fylgi. 'Eg spái því að það verði nokkur eftirspurn eftir Stefáni Jóni - og hann takið við kyndlinum af Degi fyrir næsti borgarstjórnarkosnningar.

Það gæti bjargað Samfylkingunni í Reykjavík frá því að verða minni flokkur en Vinstri grænir eftir næstu kosningar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Heldur hefur fjarað undan Samfylkingunni í Reykjavík að undanförnu - enda hefur Dagur B. átt erfitt með að fóta sig eftir að hann hætti sem borgarstjóri - 

umm .. HA ?  Hvað ertu núna að þvaðra Hallur ? 

Óskar Þorkelsson, 27.12.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Hallur minn, þetta er eitt mesta bull sem þú hefur skrifað. Hvernig færðu út að fjarað hefur undan Samfylkingunni í Reykjavík.

Að láta sér dett í hug að Hanna og Óskar skyggi á Dag.....þvílíkt og annað eins.

Eggert Hjelm Herbertsson, 27.12.2008 kl. 12:43

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef sf ætlar sér eitthvað í næstu borgarstjórnarkosningum verður það að vera undir forystu einhvers annars en Dags blaðurskjóðu.

Óðinn Þórisson, 27.12.2008 kl. 12:57

4 identicon

Þær persónur sem hafa gjörsamlega dregið Samfylkinguna niðr'i svaðið er Ingibjörg Sólrún með sínum hroka og er mjög langt frá sinni þjóð, því hún fann enga þjóð í Háskólabíó fyrir nokkrum vikum..  Það bara sýnir hvað langt hún er leidd.  En hún hefur eitt ráð eftir.  hún getur rætt um sitt heilamein og aðgerð, og það hafi verið á mjög óheppilegum tímpunkti.  það er mjög vinsælt núna að draga fram samúð hjá almúganum s.b.  Þorgerði Katrínu og Birnu Einarsdóttur.

Hinn aðilinn er Össur.  Ef á að bjarga Samfylkingunni þá ætti hann nú að læðast með veggjum

J.a. (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 17:15

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Gæti ekki verið að hins nýja bjargvættar Alþýðuflokksins sé að leita enn annars staðar en þar sem bloggari stingur upp á? Það er til fleira fólk í henni veröld en Ingibjörg, Össur, Stefán og Dagur. Undirritaður mun ekki leitast við að benda á slíka bjargvætti, en reiknar allt að einu með því að sjónarmið hófsamrar jafnaðarstefnu eigi upp á pallborðið hjá mörgum. Þess vegna hljóta að finnast fleiri en fjórir einstaklingar á landinu sem geta veitt flokknum þess háttar forystu sem alþýðu manna er að skapi.

Flosi Kristjánsson, 27.12.2008 kl. 18:15

6 identicon

það getur ekkert, ekkert  hjálpað Samfylkingunni.

Hófsamir kratar eru ekki til.  Þeir eru og hafa alltaf verið bitlingaflokkur og soga að sér nefndir og og allt sem gefur af sér völd.  Staðan á þeim í dag er einmitt sú að það er ekkert gefið eftir, bara að halda í völdin.  Alþýða manna  í dag aðhyllist ekki Samfylkinguna. Forustan hefur endanlega gengið frá því.

Ég græt það ekki.

J.a. (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 18:52

7 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér Hallur, og tel ég að ISG ásamt Degi hafi séð um að samfylking njóti ekki meiri vinsælda. Svo er hún Hanna Birna mjög góð og bætir upp framsóknarmanninn

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 20:07

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Kæri Herbert og elsku Óskar!

Hafið þið ekki fylgst með skoðanakönnunum varðadni borgarmál undanfarið?

Svandís er að rúlla Degi B. upp á vinstri vængnum.

Haldið þið virkilega að Dagur nái aftur fyrri stöðu - þegar meirihluti borgarbúa vildu hann sem borgarstjóra?

Ó,nei.

Annað hvort verður það Svandís eða Stefán Jón sem tekur forystuna á vinstri vængnum fyrir næsti kosningar - nema að Flsoi hafi rétt fyrir sér og það sé enn einn möguleikinn!

Sé hann ekki - en ef ég mætti velja væri það Björk Vilhelms! En ég er dulítið hlutdrægur í því  - því ég er að vinna með henni í Velferðarráði - þar sem hún sýnir afar mikla ábyrgð og horfir á verkefnin - ekki flokkapólitík.

Hallur Magnússon, 27.12.2008 kl. 20:08

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samfylkingin er fátt annað en umbúðirnar því miður. Það er þjóðinni nauðsynlegt að hafa öflugan jafnaðarmannflokk, lausan við sjálfsdýrkendur og eiginhagsmunapotara.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.12.2008 kl. 21:25

10 Smámynd: Hallur Magnússon

Heimir.

Sammála. Við þurfum að hafa öflugan, heiðarlegan jafnaðarmananflokk!

(Og líka góðan samvinnu Framsóknarflokk)

Hallur Magnússon, 27.12.2008 kl. 23:58

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

við þurfum að losna við alla flokka , fyrst sjálfstektina ásamt framsókn svo getur hitt hyskið fylgt á eftir spillingaflokkunum.

Óskar Þorkelsson, 28.12.2008 kl. 01:12

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Framsóknarflokkurinn hefur að grunni til ákaflega fallega hugsjón og stefnumið samvinnu og jafnaðar, en einhversstaðar fór hann af leið. Því miður.

Uppbygging með nýju fólki og GPS?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.12.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband