Unga fólkið yfirgefur vonbrigðaflokkinn Samfylkinguna!
10.12.2008 | 23:57
Unga fólkið er að yfirgefa Samfylkinguna!
Það er að renna upp fyrir mörgum Samfylkingarmönnum að Samfylkingin er ekki þau góðu stjórnmálasamtök sem þeir héldu. Ræða Göran Perssons undirstrikar reyndar klúður Samfylkingar - því það sem hann segir er einmitt það sem Samfylkingin er ekki að gera í ríkisstjórn.
Það er að renna undan Samfylkingunni. Daníel Freyr Jónsson, ungur fyrrum Samfylkingarmaður og stofnaðili þeirra annars ágætu regnhlífarsamtaka gerir upp við Samfylkinguna og klúður hennar á blogsíðu sinni í dag.
Daníel Freyr Jónsson segir meðal annars:
"...Samfylkingin hefur því snúið baki við þeim hugsjónum sem hún byggir tilveru sína á og á í raun sjálf engan tilverugrundvöll lengur.
Málflutningur flokksins hefur hingað til einkennst af upphrópunum sem bera öll einkenni þess að verið sé að skjóta sér undan því að bera ábyrgð eða grípa til nauðsynlegra aðgerða. Yfirlýsingar um að ákveðnir einstaklingar sitji ekki í umboði Samfylkingarinnar eða að flokkurinn hafi ekki komið nálægt skipun ákveðinna embættismanna eru innihaldslausar þegar þessir sömu menn sitja sem fastast í sínum embættum í skjóli flokksins.
Ég vil nú telja upp nokkur atriði sem valda því að ég get ekki lengur hugsað mér að teljast til stuðningsmanna Samfylkingarinnar:
-Enn situr sama fólkið í lykilstöðum í bönkunum og áður en bankahrunið átti sér stað
-Fyrrverandi bankastjórar gömlu bankanna eru enn lykilmenn í nýju bönkunum og virðast ekki þurfa að axla neina ábyrgð
-Skilanefndir bankanna eru skipaðar pólitískum vinum og flokksgæðingum ríkisstjórnarflokkanna og formaður skilanefndar Glitnis, Árni Tómasson, hefur m.a.s. verið dæmdur fyrir brot í starfi árið 2003.
Forstjóri FME situr enn þrátt fyrir að bera mikla ábyrgð á bankahruninu og hafa ásamt starfsfólki FME þegið gjafir frá gömlu bönkunum.-Stjórn FME situr enn óbreytt.
-Bankastjórar Seðlabankans sitja enn.
-Stjórn Seðlabankans situr enn.
-Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins situr enn og hefur ekki verið ákærður fyrir innherjaviðskipti.
-Bankamálaráðherra og Fjármálaráðherra sitja enn.
-Forsætisráðherra situr enn.
-Innanbúðarmenn í gömlu bönkunum voru skipaðir bankastjórar þeirra nýju á ofurlaunum.
-A.m.k. einn bankastjóri nýju bankanna hefur orðið uppvís af mjög vafasömum viðskiptum með hlutabréf í gamla bankanum. Hún situr enn.
-Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sýnir af sér fádæma hroka og lítilsvirðingu í ummælum sínum á borgarafundi og þegar hún ræðir kröfuna um kosningar sem fyrst eða mótmælafundi almennings.
-Allir þingmenn Samfylkingarinnar felldu vantrausttillögu á ríkisstjórnina og studdu þannig allt ofan talið og bera þess vegna á því sömu ábyrgð og ráðherrarnir.
-Samfylkingin hefur ítrekað tekið þátt í því að grafa undan Alþingi með því að búa til ný ríkisstjórnarfrumvörp um mál sem þegar hafa verið lögð fram þingmannafrumvörp um og ýtt þannig undir þá þróun að lög á Íslandi séu sett af framkvæmdavaldinu en ekki löggjafarvaldinu.
-þessi ríkisstjórnarfrumvörp ganga iðulega mun skemur en samsvarandi þingmannafrumvörp, s.s. frumvarp um eftirlaun þingmanna og æðstu embættismanna, og eru því sett fram til að slá ryki í augu kjósenda undir því yfirskini að ríkisstjórnin sé að taka á málum en ekki draga tennurnar úr þingmannafrumvörpum sem endurspegla vilja þjóðarinnar betur.
-Nýtt eftirlaunafrumvarp er sami ósómi og það síðasta en þó e.t.v. sínu verra því það er lagt fram í skjóli blekkingar í veikri tilraun til að friðþægja lýðinn sem hefur uppi eðlilegar réttlætiskröfur um að þingmenn njóti sömu eftirlaunakjara og aðrir opinberir starfsmenn.
-Tillaga um sérstaka rannsóknarnefnd er sama marki brennd. Hún virðist sett fram sem skálkaskjól fyrir það að hvítþvo alla sem ábyrgð bera.
-Sérstakur saksóknari sem var skipaður til að rannsaka ákveðna fjárglæfrastarfsemi vildi ekki segja af sér þó fram kæmu upplýsingar um að hann ætti m.a. að rannsaka son sinn. Sá hætti að lokum vegna þrýstings frá þjóðinni.
-Endurskoðunarfyrirtæki sem hefur unnið fyrir mörg þau fyrirtæki sem tengjast hruni bankanna og þeim vafasömu viðskiptum sem hafa lagt samfélagið í rúst var fengið til að rannsaka hvað fram fór í Glitni og þegar athugasemdir voru gerðar við þá skipun neitaði fyrirtækið öllu vanhæfi þó þar væri einnig um skyldleikatengsl að ræða. Það var ekki fyrr en kröfur þjóðarinnar um að þetta væri með öllu ólýðandi voru orðnar of háværar til að ráðherrar gætu látið þær fram hjá sér fara að gripið var í taumana.
-Ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar hafa orðið uppvísir að því að fara með ósannindi þegar þeir hafa verið spurðir um þetta mál..."
![]() |
Íslendingar mega ekki bíða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.12.2008 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ánægjulegt skref fyrir áfengis og vímuefnaneytendur í bata!
10.12.2008 | 22:48
Það var einstaklega ánægjulegt skref sem stigið var í dag þar sem Velferðarsvið og SÁÁ staðfestu formlega samstarf um búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur í bata.
SÁÁ mun tryggja með fjárframlagi Reykjavíkurborgar búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklingum sem hætt hafa neyslu áfengis- eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu. Sérstök áhersla verður lögð á hæfingu þessa fólks með það að markmiði að þeir sem fá þennan stuðning geti í framhaldinu búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í samfélaginu án vímugjafa.
Ég er stoltur af mínu framlagi að framgangi þessa verkefnis sem varaformaður Velferðaráðs og bind miklar vonir við að hin mikla reynsla og hæfni starfsfólks SÁÁ muni verða til þess að búsetuúrræðið og hæfingin verði til þess að bæta líf fjölmargra sem lent hafa vímuefnavandans en vilja byggja upp nýtt og farsælt edrú líf.
![]() |
Samið við SÁÁ um búsetuúrræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kjósum í vor - aðildarviðræður við ESB í sumar - innganga um áramót!
10.12.2008 | 10:34
Við verðum að kjósa í vor vegna efnahagsástandsins. Alþingismenn verða að fá endurnýjað umboð til að geta tekist á við efnahagsmálin með stuðningi þjóðarinnar. Notum tækifærið og kjósum samhliða um það hvort við eigum að ganga til viðræðna við Evrópusambandið. Það er að myndast breið pólitísk sátt um það eftir að VG opnuðu málið.
Hefjum aðildarviðræður í sumar ef sú tillaga verður samþykkt.
Þá getum við kosið um niðurstöðuna í haust - og gengið í Evrópusambandið um áramót samþykki þjóðin það í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er ekki eftir neinu að bíða - og það eru ekki mörg málin sem þarf að semja um - flest liggur þegar fyrir. En málin sem þarf að semja um eru stórmál fyrir okkur - en væntanlega ekki eins mikilvæg fyrir ESB.
![]() |
Ísland gæti keppt um að verða 28. ríki ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jesús og íslenska lýðveldið eiga sama afmælisdag!
10.12.2008 | 07:51
Það er skemmtileg tilviljun að Jesú virðist eiga sama afmælisdag og íslenska lýðveldið! Við vissum að allar líkur væru á að Jesú væri ekki fæddur á jólunum - enda jólin upphaflega heiðin hátíð - en að hann væri líklega fæddur 17. júní - það vissum við náttúrlega ekki!
Skemmtilegt!
![]() |
„Jesús fæddist 17. júní“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |