Samráð um umferðaöryggi á Réttarholtsveg að hefjast!
1.12.2008 | 14:12
Það voru skjót og ánægjuleg viðbrögðin hjá Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur formanni umhverfis- og samgönguráðs við ályktun Íbúasamtaka Bústaðahverfis gegn fyrirhugaðri lokun vinsti beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut - en mikil hætta er á að slíkar aðgerðir stórauki umferð um Réttarholtsveg sem slítur sundur skólahverfið í Bústaðahverfinu.
Þorbjörg Helga hefur þegar óskað eftir samráðsfundi með stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis um málið. Það er mjög í anda þeirra vinnubragða sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur unnið eftir og varð til dæmis til þess að ná góðri og víðtækri sátt um framtíðaskipulag gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.
Það kom stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis mjög í opna skjöldu að umhverfis- og samgönguráð skyldi einróma samþykkja lokun þessarar beygju - sem íbúar Bústaðahverfis höfðu mótmælt harðlega á íbúafundum - þar sem skilningur íbúa í hverfinu var að þessi aðgerð hefði verið slegin af.
Þorbjörg Helga virðist leggja mikla áherslu á að allt verði gert til að tryggja bætt umferðaöryggi á Réttarholtsvegi áður en tilraunin með lokun vinstri beygjunnar hefst. Veit að fulltrúar Framsóknarflokksins í umhverfis- og samgönguráði eru henni sammála - og geng út frá því að það sama gildi með minnihlutann í ráðinu.
Ég veit að stjórn Íbúasamtakanna mun leggja fram hugmyndir til úrbóta og treysti að um málið náist breið sátt borgarinnar og íbúa í Bústaðahverfi um umferðaöryggi á Réttarholtsvegi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Snjall þrýstingur Þingeyinga á Samfylkingu og ríkisstjórn!
1.12.2008 | 11:41
Það er snallt hjá þingeyskum Samfylkingarmönnum að beita Samfylkingunni og ríkisstjórninni þrýsting með því að tvinna saman stuðning við ríkisstjórnina og kröfuna um að:
"...haldið verði áfram atvinnuuppbyggingu á Norðausturlandi og ekki kvikað frá þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið við uppbyggingu álvers við Bakka og nýtingu þeirrar orku sem er hér á svæðinu. Með því móti verða til hundruð starfa sem nauðsynleg eru til að vega á móti því atvinnuleysi sem nú þegar er brostið á og mun aukast verulega á næstu mánuðum,"
Það er alveg ljóst að ef Samfylkingin heldur áfram að vinna af fullum krafti gegn uppbyggingu á Bakka - eins og hún hefur gert að undanförnu - þá fýkur stuðningur þingeyskra Samfylkingarmanna við ríkisstjórnina út í veður og vind.
Það er reyndar skiljanlegt að þingeyskir Samfylkingarmenn séu hræddir við kosningar eins og staðan er nú þegar Samfylkingin gekk frá - í bili að minnsta kosti - uppbyggingu þessa mikilvæga fyrirtækis á Bakka. Þeir myndu klárlega missa mann í kjördæminu við núverandi aðstæður.
![]() |
Lýsa stuðningi við Ingibjörgu og ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |