Látum bankana þrjá í hendur þjóðinni - strax!

Látum ríkisbankana þrjá í hendur þjóðinni og það strax!

Ríkið á í fyrstu að halda 30% hlut sem kjölfestufjárfestir í tveimur bönkum. Ríkið á að selja lífeyrissjóðunum 30% kjölfestufjárfestahlut í þriðja bankanum.

70% hlutur bankanna á að skila til þjóðarinnar í formi hlutabréfa. Einn hlutur í hverjum banka á hverja einustu kennitölu.

Þegar frá líður og hlutirnir fara að rétta sig af - þá á ríkið að selja 30% hlut sinn í bönkunum tveimur  - í þremur 10% hlutum í hvorum bankanum fyrir sig.


mbl.is Segja að eignir hafi verið umfram skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir stjórnmálamenn geta greinilega lært af Obama!

Íslenskir stjórnmálamenn geta greinilega lært af Framsóknarmanninum Obama.  Líka Framsóknarmenn.

Það hefur verið lenska gegnum tíðina í íslenskri pólitík að biðjast ekki afsökunar á mistökum.

Reyndar gerði Framsóknarmaðurinn Steingrímur Hermannsson það ítrekað.

Geir Haarde virðist vera að læra það - ég tek ofan fyrir honum fyrir að hafa beðið þjóðina afsökunar á blaðamannafundi í gær. Vona að hann meini það.  En hann er maður af meiru eftir það!


mbl.is Obama bað Nancy Reagan afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við upplifum nýja Sturlungaöld!

Við upplifum nú nýja Sturlungaöld sem væntanlega verður skráð á spjöld Íslandssögunnar eins og Sturlungaöld hin fyrri.  Sú saga verður ekki minna blóði drifin - þó í óeiginlegri merkingu sé - vona að mér fyrirgefist þessi myndlíking!

Hatrömm átök valdamanna þar sem hver höfðinginn vegur að öðrum - og flokkar berjast af miklum krafti.

Eftir liggur landið í rúst.

Eins og á Sturlungaöld - þar til friðar var leitað með því að leita ásjár utanlands.

Eins og Snorri Sturluson forðum - þá mun Davíð Oddsson kannske koma Íslendingum undir erlent vald - þótt hann hafi sagst berjast gegn því - eins og Snorri! Og kannske verður Davíð veginn - í óeiginlegri merkingu - eins og Snorri!


mbl.is Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju stöðvaði bankamálaráðherra Samfylkingar ekki IceSave?

Af hverju stöðvaði bankamálaráðhera Samfylkingarinnar ekki IceSave í marsmánuði? Ber bankamálaráðherra Samfylkingar kannske meginábyrgð á bankahruninu?

Í það minnsta getur Samfylkingin ekki fríað sig ábyrgð á bankahruninu og efnahagsástandinu þótt meginábyrgð liggi hjá Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn og seðlabanka. 

Minni enn og einu sinni á hlut Samfylkingar í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti.


mbl.is Stærstu mistökin að flytja ekki Kaupþing úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband