Látum bankana þrjá í hendur þjóðinni - strax!
8.11.2008 | 20:37
Látum ríkisbankana þrjá í hendur þjóðinni og það strax!
Ríkið á í fyrstu að halda 30% hlut sem kjölfestufjárfestir í tveimur bönkum. Ríkið á að selja lífeyrissjóðunum 30% kjölfestufjárfestahlut í þriðja bankanum.
70% hlutur bankanna á að skila til þjóðarinnar í formi hlutabréfa. Einn hlutur í hverjum banka á hverja einustu kennitölu.
Þegar frá líður og hlutirnir fara að rétta sig af - þá á ríkið að selja 30% hlut sinn í bönkunum tveimur - í þremur 10% hlutum í hvorum bankanum fyrir sig.
![]() |
Segja að eignir hafi verið umfram skuldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenskir stjórnmálamenn geta greinilega lært af Obama!
8.11.2008 | 15:49
Íslenskir stjórnmálamenn geta greinilega lært af Framsóknarmanninum Obama. Líka Framsóknarmenn.
Það hefur verið lenska gegnum tíðina í íslenskri pólitík að biðjast ekki afsökunar á mistökum.
Reyndar gerði Framsóknarmaðurinn Steingrímur Hermannsson það ítrekað.
Geir Haarde virðist vera að læra það - ég tek ofan fyrir honum fyrir að hafa beðið þjóðina afsökunar á blaðamannafundi í gær. Vona að hann meini það. En hann er maður af meiru eftir það!
![]() |
Obama bað Nancy Reagan afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við upplifum nýja Sturlungaöld!
8.11.2008 | 13:31
Við upplifum nú nýja Sturlungaöld sem væntanlega verður skráð á spjöld Íslandssögunnar eins og Sturlungaöld hin fyrri. Sú saga verður ekki minna blóði drifin - þó í óeiginlegri merkingu sé - vona að mér fyrirgefist þessi myndlíking!
Hatrömm átök valdamanna þar sem hver höfðinginn vegur að öðrum - og flokkar berjast af miklum krafti.
Eftir liggur landið í rúst.
Eins og á Sturlungaöld - þar til friðar var leitað með því að leita ásjár utanlands.
Eins og Snorri Sturluson forðum - þá mun Davíð Oddsson kannske koma Íslendingum undir erlent vald - þótt hann hafi sagst berjast gegn því - eins og Snorri! Og kannske verður Davíð veginn - í óeiginlegri merkingu - eins og Snorri!
![]() |
Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afhverju stöðvaði bankamálaráðherra Samfylkingar ekki IceSave?
8.11.2008 | 12:03
Af hverju stöðvaði bankamálaráðhera Samfylkingarinnar ekki IceSave í marsmánuði? Ber bankamálaráðherra Samfylkingar kannske meginábyrgð á bankahruninu?
Í það minnsta getur Samfylkingin ekki fríað sig ábyrgð á bankahruninu og efnahagsástandinu þótt meginábyrgð liggi hjá Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn og seðlabanka.
Minni enn og einu sinni á hlut Samfylkingar í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti.
![]() |
Stærstu mistökin að flytja ekki Kaupþing úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |