Borgin til fyrirmyndar meðan ríkisstjórnin gerir allt vitlaust
6.11.2008 | 14:50
Borgin er til fyrirmyndar í aðgerðum vegna efnahagsástandsins á meðan ríkisstjórnin gerir allt vitlaust! Ókeypis og óháð fjármálanámskeið fyrir ungt fólk þar sem borginn vinnur með Hinu húsinu og Neytendasamtökunum er til mikillar fyrirmyndar.
Það sama má segja um merkilega aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar sem þau Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Óskar Bergsson formaður borgarráðs gengu frá að yrði unnin í málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ágústmánuði, enda sáu þau þá strax blikur á lofti í efnahagsmálum sem síðar enduðu í efnahagslegu fárviðri!
Þau höfðu því í góðri samvinnu við minnihlutann í Reykjavík þegar unnið aðgerðaráætlunina og voru reiðubúin að takast á við vandann þegar hann reið yfir.
Þá er það til fyrirmyndar hvernig meirihlutinn og minnihlutinn er nú að vinna saman að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.
Það væri betur að þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tækju vinnubrögð Hönnu Birnu og Óskars sér til fyrirmyndar.
Ættum við ekki bara að skipta þeim fyrrnefndu út fyrir þau síðarnefndu?
Það er nefnilega ekki spurning hvort heldur hvenær Hanna Birna verður formaður Sjálfstæðisflokksins ef hún heldur á áfram á þeirri braut sem hún hefur verið á síðustu vikur - og það þarf Framsóknarmann eins og Óskar Bergsson í ríkisstjórnina svo einhver árangur náist í þeim erfiðu málum sem við stöndum frammi fyrir!
![]() |
Ókeypis og óháð fjármálanámskeið fyrir ungt fólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Af hverju ekki 25% stýrivextir?
6.11.2008 | 09:33
Af hverju höfum við ekki 25% stýrivexti? Þá nær Seðlabankinn að drepa þessi fáu starfhæfu fyrirtæki og setja heimilin strax á hausinn með einu náðarskoti í stað þess að láta lífið fjara út hægt og örugglega næstu vikur.
Niðurstaðan er sú sama með 18% drápsvöxtum og með 25% drápsvöxtum - það tekur bara aðeins lengri tíma!
![]() |
Stýrivextir áfram 18% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking = Atvinnuleysi
6.11.2008 | 08:40
Ætli það sé tilviljun að þegar Sjálfstæðisflokkur og Samfylking - áður Alþýðuflokkur - vinna saman í ríkisstjórn að þá upplifi Íslendingar alltaf fjöldaatvinnuleysi?
Nú upplifum við fjöldaatvinnuleysi. Síðast ríkti fjöldaatvinnuleysi undir Viðeyjarstjórn Davíðs og Jóns Baldvins. Þá hafði ekki verið fjöldaatvinnuleysi frá því á dögum Viðreisnarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks!
Merkileg tilviljun eða hvað?
![]() |
„Það er enga vinnu að hafa“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |