Hærri hámarkslán og rýmri endurbótalán Íbúðalánasjóðs
5.11.2008 | 20:37
Það þarf að hækka hámarkslán og rýmka endurbótalán Íbúðalánasjóðs jafnframt því að afnema stimpilgjöld þannig að þeir sem þó hafa bolmagni til að standa undir íbúðaláni geti fest kaup á íbúðum. Það skiptir verulegu máli að fasteignamarkaðurinn stöðvist ekki alveg.
Félagsmálaráðherra og Íbúðalánasjóður ætti að rýmka möguleika fólks til að taka endurbótalán vegna atvinnuskapandi viðhaldsframkvæmda á íbúðarhúsnæði landsmanna. Það eru ekki allir svo illa staddir að þeir geti ekki bætt við sig lánum vegna arðbærra viðhaldsframkvæmda og slík verkefni geta skipt sköpum fyrir fjölmarga iðnaðarmenn og fyrirtæki í byggingariðnaði.
Þá er mikilvægt að húsfélög geti farið í slíkar framkvæmdir.
Legg til að unnt verði að taka lán hjá Íbúðalánasjóði til viðhaldsframkvæmda sem verði afborgunarlaus í allt að 3 ár. Slík lán verði undan.egin stimpilgjaldi og að einnig að virðisaukaskattur af vinnu vegna slíkra framkvæmda verði alfarið undanskilin virðisaukaskatti.
![]() |
Um 70% samdráttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Árangursríkt samráðsferli tryggir góða sátt
5.11.2008 | 20:32
Það er til fyrirmyndar hvernig unnið hefur verið að útfærslu gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í árangursríku samráðsferli. Þessi vinnubrögð eru táknræn fyrir hinn nýja og árangursríka meirihluta borgarstjórnar sem hefur einitt tekið upp svipað samráðsferði við gerð aðgerðaráætlunar fyrir Reykjavíkurborg og við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavík.
Það skiptir máli hverjir sitja við stjórnvölinn í Reykjavík!
![]() |
Miklabraut í stokk að hluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar er viðtalið við Guðna Ágústsson - "flokksfélaga" Obama!
5.11.2008 | 11:59
Hvar er viðtalið við Guðna Ágústsson formann Framsóknarflokksins - flokksins sem er formlegur systurflokkur Demókrataflokksins í Bandaríkjunum - og reyndar Frjálslynda demókrataflokksins í Bretlandi líka - þegar Framsóknarmaðurinn Obama er kjörinn forseti?
Hvað er verið að ræða við lagsmenn Gordons Brown og Verkamannaflokksins vegna þessa?
![]() |
Kjör Obama nýtt tækifæri fyrir Bandaríkin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsókn! Ný Framsókn í Bandaríkjunum!
5.11.2008 | 11:22
Til hamingju með Framsóknarmanninn Obama sem forseta Bandaríkjanna! Nú eru alllir möguleikar að hefja nýja Framsókn í Bandaríkjunum - ekki veitir af!
Annað en Samfylkingarmaðurinn Gordon Brown - og félagi Dags B. - Alistair Darling - sem slá sér upp tímabundið fyrir hryðjuverkaárásina á Ísland!
![]() |
Obama: Þetta er ykkar sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)