Húsfyllir kom Haarde á óvart!!!
24.11.2008 | 22:15
Það kom Geir Haarde forsætisráðherra á óvart að húsfyllir var í Háskólabíói!
Er þetta ekki vísbending um að forsætisráðherrann sé ekki í tengslum við þjóð sína?
Verður Geir ekki að leita eftir endurnýjuðu umboði með því að boða til kosninga í vor?
![]() |
Þetta er þjóðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tvíbeitt vantrauststillaga var ekki rétta leiðin!
24.11.2008 | 20:00
Það góða við vantrauststillöguna sem felld var í dag er sú að væntanlegar mun ríkisstjórnin halda betur saman og vanda sig við vinnunna næstu vikur. Ég hafði miklar efasemdir um að það væri rétt að bera upp vantrauststillögu, sbr. Vantrauststillaga tvíbeitt vopn á Alþingi - yrði samþykkt með lófaklappi hjá þjóðinni!
Það átti að gefa ríkisstjórninni kost á að klára fjárlög - þar sem klárt hefði verið að allir brestirnir í stjórnarsamstarfinu kæmu fram - og veita henni vinnufrið fram að áramótum að taka á efnahagsvandanum.
Það hefði frekar átt að reyna til þrautar að fá ríkisstjórnina til að kalla stjórnarandstöðuna til samstarfs - á svipaðan hátt og meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur gert.
Ef það hefði ekki tekist - þá átti stjórnarandstaðan að halda uppi harðri stjórnarandstöðu á málefnalegum grunni við fjárlagagerðina - og gagnvart þeim aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem orka tvímælis.
Krafan um kosningar í vor er það hávær í samfélaginu - og í Samfylkingunni - að ríkisstjórnin hefði ekki komist með að hunsa þá eðlilegu kröfu. Vantrauststillagan getur hafa styrkt þá sem ekki þora í slíkar kosningar.
![]() |
Vantrauststillaga felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman!
24.11.2008 | 15:27
Ingibjörg Sólrún vill að stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman og vinni sameiginlega að leysa þjóðina út úr þeim hnút sem hún, flokkur hennar og samstarfsflokkurinn hennar í ríkisstjórn hafa komi okkur í.
Ég er sammála Ingibjörgu Sólrúnu. Vandamálið er bara að orðum hennar og orðum forsætisráðherra í þessu efni er ekki treystandi. Stjórnarandstaðan bauð ríkisstjórninni strax slíkt samstarf. Ríkisstjórnin sagðis ætla að hafa stjórnarandstöðuna með í ráðum.
En eins og svo oft á undanförnum vikum - þá var ekkert að marka þessar yfirlýsingar formanna ríkisstjórnarflokkanna. Enda treysti Ingibjörg Sólrún ekki einu sinni flokksmönnum sínum iðnaðarráðherra og bankamálaráðherra að taka þátt í fundarhöldum um efnahagsmál fyrri hluta ársins!
Ingibjörg Sólrún er vel gefin kona. Það verður ekki frá henni tekið. Hún veit að þótt stjarna hennar og Samfylkingar skíni skært í skoðanakönnunum þessa dagana - þá verður ljóminn fyrir bí þegar nálgast kosningar sem yrðu í vor. Ingibjörg Sólrún upplifði það í síðustu kosningum að tapa fyrir skoðanakönnunum - og fá miklu minna fylgi en þær gáfu tilefni til.
Ingibjörg Sólrún er bara að hugsa um ráðherrastólinn sinn. Það sýnir fælni hennar við kosningar sem þjóðinn krefst að verði ekki síðar en í vor - og það sýnir linkind hennar gagnvart seðlabankastjóra sem hún geltir að í fjarlægð - en leggur svo niður rófuna þegar á reynir.
![]() |
Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekki kominn tími til að hætta ...?
24.11.2008 | 10:07
Er ekki kominn tími til að hætta með Davíð Oddsson sem seðlabankastjóra? Hversu lengi ætlar Geir Haarde að halda hlífiskildi yfir honum? Hversu lengi ætlar Ingibjörg Sólrún að láta Davíð yfir sig ganga - einungis til að halda ráðherrastólum Samfylkingarinnar?
Er engin döngun í Ingibjörgu Sólrúnu lengur? Hvar er gamla góða Solla ssem rúllaði yfir Davíð, fund eftir fund, í borgarstjórninni í gamla daga? Hefur valdið spillt henni svo að hún lætur Davíð Oddsson kúga sig - bara svo hún missi ekki völdun í utanríkisráðuneytinu?
... og á meðan blæðir þjóðinni efnahagslega út!
Svo þykist Samfylkingin ekki bera neina ábyrgð?
![]() |
Veikir málstað Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |