Skerum útlendinga á Suðurnesjum!

Í stað þess að loka skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þá átti stjórn stofnunarinnar að snúa vörn í sókn og tryggja sér sértekjur til að standa undir rekstri langt umfram kostnað vegna skurðstofanna með því að fá okkar færu bæklunarlækna til þess að skera útlendinga fyrir dýrmætan gjaldeyri!

Ég er viss um að fjöldi erlendra sjúklinga  - sem eiga rétt á að gangast undir aðgerðir hvar sem er á evrópska efnahagssvæðinu þegar þeir hafa verið ákveðinn tíma á biðlista í heimalandi - vildu mjög gjarnan koma hingað í aðgerð hjá færum skurðlæknum við bestu aðstæður!

Staða krónunnar er þannig að slíkar aðgerðir eru tiltölulega ódýrar fyrir útlendinga - en gæfu okkur Íslendingum góðar tekjur í krónum. Viss um að heilbrigðisyfirvöld í Evrópu væru til í að nýta sér hágæðaþjónustu á tombóluprís til að leysa erfiða biðlista - og einstakæingar með sæmileg fjárráð væru einnig reiðubúnir til að greiða fyrir slíkar aðgerðir sjálfir.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er sérstaklega hentug vegna nærveru við alþjóðaflugvöll! Þá væru unnt að breyta einhverju af blokkunum á Keflavíkurflugvelli í sjúkrahótel vegna þessa! (Þarna missti ég út úr mér góðri viðskiptahugmyn).

Á milli þess sem við skærum útlendinga - þá væri samhliða unnt að klára biðlista vegna íslenskra aðgerða.

 


mbl.is HSS segir upp fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvænt og hörð átök fyrrum samherja í Samfylkingu!

Síendurtekin hörð átök Gylfa Arnbjörnssonar nýkjörins formanns Alþýðusambands Íslands og Ingibjargar Sólrúnar formanns Samfylkingarinnar eru frekar óvænt, en Gylfi hefur ítrekað harðlega gagnrýnt gerðir og ákvarðanir Ingibjargar Sólrúnar í ríkisstjórn.

Mér finnst Gylfi standa sig vel sem formaður ASÍ það sem af er - þótt það læðist að manni sá grunur að Gylfa þyki ekki leiðinlegt að gagnrýna Ingibjörgu Sólrúnu - en þau voru frekar nánir samstarfsmenn þar til Ingibjörg Sólrún sneri bakinu við Gylfa í aðdraganda prófkjörs Samfylkingarinnar fyrir síðustu Alþingiskosningar.

Ingibjörg Sólrún fær harða gagnrýni frá fleiri samflokksmönnum sínum.

Hin öfluga Samfylkingarkona - varaborgarfulltrúinn Bryndís Ísfold - tekur Ingibjörgu á beinið í bloggi sínu í dag:

"Hvers vegna í ósköpunum Ingibjörg Sólrún telur að nú sé ekki ,,tímabært” að ræða kosningar skil ég ekki,  í mínum flokk er alltaf tímabært að ræða allt, ekki síst betri stjórnarhætti.  Nú mun ég bíða spennt eftir frekari útskýringum frá formanni mínum á flokkstjórnarfundinum á morgun, þar sem grasrótin og forystan fær loksins tækifæri til að eiga samtal um atburði síðustu vikna.  Þá verður án efa rætt um umboð, samstarfsflokkinn, lýðræðið, ábyrgð og ekki síst hvenær og hvort fólk telji að það eigi að kjósa - það kann að vera að sumum langi ekkert að ræða um það en þannig eru opnir og lýðræðislegir fundir nú bara samt - allt upp á umræðuborðinu - eins og það á að vera."

Bryndís Ísfold er ekki eini meðlimur Samfylkingarinnar sem er að átta sig á því að Samfylkingin er ekki þessi dýrðarhreyfing sem hún hefur gefið sig út fyrir að vera. En raunin virðist sú að Samfylkingin sé valdagírug regnhlífasamtök sem gerir allt til þess að halda stólunum sínum.

Enda vænti ég þess að Samfylkingin farið að fatast flugið í skoðanakönnunum.

Þótt ég sé mjög gagnrýninn á Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu - sem mér finnst reyndar vera afar öflugur valdapólitíkus - þá verð ég að segja að mér þótti gott að sjá hve vel og hraustlega Ingibjörg leit út á blaðamannafundinum í dag! Það er greinilegt að hún er að jafna sig af alvarlegum veikindum - og er þess fullfær að leiða Samfylkinguna næstu misseri. Það hefði verið slæmt að missa hana úr stjórnmálum - þótt ég sé ekki sammála ýmsu sem hún stendur fyrir. En hún er öflugur leiðtogi.


mbl.is Eins og blaut tuska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsdúsa vikunnar - leiðrétting lífeyrisréttinda og smá launalækkun

Föstudagsdúsa ríkisstjórnarinnar þessa vikuna er smávægileg leiðrétting lífeyrisréttinda ráðherra og tilmæli til kjaranefndar að lækka - tímabundið - laun æðstu embættismanna.

Föstudagsdúsur ríkisstjórnarinnar - sem greinilega eru ætlaðar til þess að lækka aðeins rostann í vikulegum laugardags samstöðu- og mótmælafundum almennings - eru að verða dálítið hjákátlegar.

Það er langt í frá klárt að kjaranefnd verði við tilmælum ríkisstjórnarinnar - frekar en bankarnir - sem sniðganga fyrirmæli sem eru almenningi í hag. Og það þrátt fyrir að ríkið eigi allt hlutafé bankanna og geti beitt fyrirskipunum en ekki tilmælum!

Potkemíntjöld?

Ætli laun Seðlabankastjóra verði nokkuð lækkuð?


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband