Borgarastyrjöld er hafin í Sjálfstæðisflokknum!
18.11.2008 | 17:08
Borgarstyrjöld er hafin í Sjálfstæðisflokknum. Davíð Odddsson er búinn að rjúfa þau grið sem voru milli hans og Geirs Haarde. Væntanlega er Davíð að hefja ESB orrustuna - sem útkljáð verður á flýttum landsfundi íhaldsins.
Hætt er við að borgarstyrjöld þessi verði afar blóðug.
Ólíkt skærum innan Framsóknarflokks sem fyrst og fremst byggja á eðlilegum og nauðsynlegum kynslóðaskiptum þar sem markmiðið er breið og samstæð flokksforysta hjá Nýrri Framsókn - þar sem forystan mun endurspegla helstu sjónarmið Framsóknarmanna - þá er borgarastyrjöld Sjálfstæðisflokksins harðvítugt stríð milli mismundandi fylkinga innan flokksins. Fylkinga sem beðið hafa vígbúnar í skotgröfunum um langt árabil.
Davíð Oddsson er öflugur vígamaður og veit að sókn er besta vörnin. Þess vegna kýs hann að verða fyrri til - bæði með harkalegri árás á andstæðing sinn Geir Haarde - og hins vegar með því að fara fram á rannsókn á sjálfum sér - rannsókn sem Davíð vissi að var í tundurskeytarennum andstæðinga hans innan ríkisstjórnarinnar!
Þá var betra að hafa frumkvæðið sjálfur - og slá sig til riddara í stríðsfréttaskeytunum - en að láta aðra strípa sig stríðsorðunum með því að hafa forgöngu um slíka rannsókn.
Það verður ekki af Davíð Oddssyni tekið að hann er mikill stríðsmaður - og heggur ótt og títt á báða bóga þegar hann kemst í færi við andskota sína. Hvort sem þeir eru í hans eigin flokki eða öðrum.
Davíð klikkar ekki sem fréttamatur - þótt hann neiti að verða byssufóður fyrir andstæðinga sína!
![]() |
Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Er Seðlabankinn efnahagsleg hryðjuverkasamtök?
18.11.2008 | 07:36
![]() |
Seðlabanki á hryðjuverkalista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |