Munu raunverulegir sökudólgar taka ábyrgð - eða einungis Guðni sem minnsta ábyrgð ber!

Guðni Ágústsson er heiðarlegur maður. Hann hefur nú staðið upp og tekið fyrir sitt leyti ábyrgð á mögulegum þætti Framsóknarflokksins í núverandi efnahagsástandi. Það vita hins vegar allir að Guðni Ágústsson á minnstan - ef nokkurn þátt í núverandi stöðu. Spjótin standa því að þeim sem raunverulega bera ábyrgð.

Þar get ég nefnt nokkur nöfn. Væntanlega eru þau fleiri. Davíð Oddsson, Geir Haarde, Árni Matthiesen, Ingibjörg Sólrún, Björgvin G.

Þetta fólk er núna að éta ofan í sig eigin "prinsipp" í IceSave málinu - sem undirstrikar að það er lítið um slík "prinsipp" í þeirra flokkum.

Þetta fólk hefði kannske átt að segja af sér vegna þess hlutar í núverandi ástandi frekar en Guðni. Guðni hefur hins vegar tekið ábyrgð. Af heiðarleika.

Efast um að þetta fólk séu menn til þess að taka slíka ábyrgð. Það elskar fyrst og fremst stólana sína.

Minni á að ég hvatti Guðna Ágústsson til þess að standa upp. En ekki einsömulum. Það leysir engin mál. Ég hvatti Guðna, Valgerði, Siv og Magnús að standa upp og taka þannig ábyrgð á mögulegri ábyrgð Framsóknaflokksins á núverandi ástandi. Þannig fengist hreint borð fyrir nýtt fólk - Nýja Framsókn.

Framsóknarmenn verða nú að taka höndum saman, slíðra sverðin og koma sér saman um nýja, heildstæða forystu. Forystu sem endurspeglar viðhorf innan Framsóknarflokksins og smellur saman eins og malt og appelsín. Til þess að það sé unnt verða fleiri að hverfa af vettvangi svo nýtt fólk - samhent fólk með breiðan stuðning - geti tekið við.

Framsóknarmenn og íslenska þjóðin eiga Guðna mikið að þakka fyrir áratuga fórnfúst starf.


mbl.is Eygló tekur sæti á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmenni segir af sér. Sökudólgar sitja sem fastast í ríkisstjórn!

Stórmenni hefur sagt af sér. En sökudólgar sitja sem fastast í ríkisstjórn!

Guðni Ágústsson hefur unnið vel fyrir land og þjóð um áratugaskeið. Hann hefur einnig unnið vel fyrir Framsóknarflokkinn í marga áratugi. Það er ekki unnt að kenna Guðna Ágústssyni um þá stöðu sem Framsóknarflokkurinn er kominn í - þótt hann hafi ekki náð að snúa fylgisþróun Framsóknarflokksins við.

Ég hvatti Guðna Ágústsson til þess að standa upp. En ekki einsömulum. Það leysir engin mál. Ég hvatti Guðna, Valgerði, Siv og Magnús að standa upp og taka þannig ábyrgð á mögulegri ábyrgð Framsóknaflokksins á núverandi ástandi. Þannig fengist hreint borð fyrir nýtt fólk - Nýja Framsókn.

Framsóknarmenn verða nú að taka höndum saman, slíðra sverðin og koma sér saman um nýja, heildstæða forystu. Forystu sem endurspeglar viðhorf innan Framsóknarflokksins og smellur saman eins og malt og appelsín. Til þess að það sé unnt verða fleiri að hverfa af vettvangi svo nýtt fólk - samhent fólk með breiðan stuðning - geti tekið við.

Framsóknarmenn eiga Guðna mikið að þakka fyrir áratuga fórnfúst starf.

 


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segja þau sannleikann í dag?

Hvað ætlar bráðabirgðaríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að segja okkur í dag?  Sannleikann til tilbreytingar?
mbl.is Ráðherrar boða blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband