Stráfellir íslenska bankakreppan stjórnmálamenn?
1.11.2008 | 11:11
Það kæmi mér ekki á óvart að íslenska bankakreppan muni stráfella fjölda stjórnmálamanna:
Geir Haarde, Gordon Brown, Björgvin G. Sigurðsson, Árna Matthiesen, Baldur Guðlaugsson, Kjartan Gunnarsson, Jón Sigurðsson krata, Darling og náttúrlega Davíð Oddsson!
![]() |
Aðvörunin verði rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarslit framundan?
1.11.2008 | 09:24
Það bendir allt til þess að framundan séu stjórnarslit nema Geir Haarde breyti kúrs og taki undir sjónarmið Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem bæði hefur gagnrýnt Seðlabankann og aðalbankastjóra hans harðlega og sagt að skoða skuli aðildarviðræður að Evrópusambandinú.
Stefna Ingibjargar er klár. Seðlabankastjórana í burtu og að hefja skuli aðildarviðræður að Evrópusambandinu.
Geir Haarde setur hins vegar klaufarnar á kaf í mýrina í báðum málunum, ver óhæfan seðlabankastjóra og þverneitar að skoða aðiladrviðræður að ESB. Með áframhaldandi ágreiningi formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins mun flokkurinn klofna.
Svona ríkisstjórn getur ekki gengið til lengdar.
![]() |
Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)