Össur hvumpinn út í Guðna Ágústsson!
6.10.2008 | 21:28
Það er merkilegt hvað vinur minn Össur Skarphéðinsson er hvumpinn út í Guðna Ágústsson. Það fer greinilega í taugarnar á Össuri að Guðni bað ríkisstjórnina að ganga hægt um gleðinnar dyr í fjárlagagerðinni síðasta vetur - þegar ríkisstjórnin lagði fram verðbólgufjárlögin - sem eiga sinn þátt í ástandinu í dag ásamt fleiri þáttum náttúrlega.
Skemmst er að minna að Össur gleymdi nánast að ræða landsmálin í kjölfar stefnuleysisræðu Geirs Haarde í síðustu viku - því hann var svo upptekinn að hnýta í Guðna sem hafði haldið afbragðs ræðu!
Reyndar ætti Össur vinur minn að vera á leið Stjórnarráðið við Lækjargötu sem forsætisráðherra með Guðna í minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknar - til að stýra nauðsynlegum aðgerðum í efnahagsmálum - því það er einsýnt að núverandi skipper ræður ekki við verkefnið. Of tími kominn á orlof Sjálfstæðisflokksins frá Stjórnarráði og Seðlabanka.
Forsætisráðherra Össur tæki sig þar vel út - þótt ljóst væri að slíkri ríkisstjórn bæri að boða til kosninga strax og nauðsynlegum efnahagsaðgerðum væri lokið.
Þá væri vonandi að Ingibjörg Sólrún taki aftur við Samfylkingunni fyrir kosningarnar - sem yrðu Evrópukosningar - en Össur gæti sest í helgan stein og haldið áfram að stúdera kynlíf silunga og bækur í fornbókasölunni hans Braga og Ara!
En mikið var nú gott að sjá Ingibjörgu tiltölulega bratta í sjónvarpsfréttum! Vonandi mun henni batna hratt og vel - en þó er vissara að taka sér góða hvíld eftir stóraðgerð sem hún hefur farið í gegnum.
![]() |
Verndum hagsmuni almennings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íbúðalánasjóður til bjargar heimilunum!
6.10.2008 | 17:00
Gert er ráð fyrir að Íbúðalánasjóður komi til bjargar heimilinum með því að honum verði veitt heimild til að yfirtaka íbúðalán bankanna. Þetta er rökrétt eins og ég hef oft bent á.
Reyndar er flest rökrétt í frumvarpinu - fyrst staðan var orðin eins og hún er - en á því bera stóra ábyrgð Sjáfstæðisflokkurinn í forystu ríkisstjórnarinnar og í Seðlabanka.
Að sjálfsögðu bera forsvarsmenn bankanna mikla ábyrgð - og að sjálfsögðu spilar ástandið í umheiminum mjög inn í ástandið.
En það þurfa aðrir en þeir sem komu okkur í klípuna að vera við stjórnvölinn við að koma okkur út úr henni - bæði í ríkisstjórn og í Seðlabanka.
Ég vil samt þrátt fyrir allt hrósa Geir Haarde fyrir að taka þetta skref - sem mér virðist nauðsynlegt eins og staðan er orðin - en hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Bara fyrir rúmri viku!
![]() |
Víðtækar heimildir til inngripa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég krefst afsagnar Geirs Haarde!
6.10.2008 | 16:21
Enn einu sinni gerir Geir Haarde ekki neitt! Það var ekki eitt einasta orð um aðgerðir! Enn einu sinni segir maðurinn ekki neitt! Hvurslags hegðun er þetta? Við erum engu nær - eftir að hafa staðið á öndinni í eftirvæntingu - töldum að Geir ætlaði að segja eitthvað - fyrst hann vildi ávarpa "þjóð sína".
Það er alveg deginum ljósara að maðurinn ræður ekki við starf sitt.
Ef við ætlum að komast út úr vandanum þá er það einhver annar en Geir Haarde sem verður að leið aþá för. Má ég þá frekar biðja um Þorgerði Katrínu - en það er reyndar fulljóst að ástæða er að gefa Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn og Seðlabanka frí frá landsstjórninni.
Þetta er ekki nema að hluta til utanaðkomandi vandi. Ábyrgðin er fyrst og fremst Sjálfstæðismanna sem hafa ekki verið vanda sínum vaxnir í forystu ríkisstjórnar og Seðlabanka!
![]() |
Neyðarlög sett í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknarflokks!
6.10.2008 | 10:48
Fjármálaeftirlitið hefur tekið stjórnina af forsætisráðherra sem hélt því fram í gærkvöldi að ekki lægi á traustum aðgerðum vegna efnahagsvandans sem Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn og Seðlabanka ber fyrst og fremst ábyrgð á. Annað hefur komið á daginn.
Forsætisráðherra er algerlega rúinn trausti eftir atburði helgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur stjórntækur í landsstjórninni.
Lausnin er minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknarflokks með hlutleysi Vinstri grænna. Verkefni minnihlutastjórnarinnar er að grípa til nauðsynlegra aðgerða í efnahagsmálum í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, samtök atvinnulífsins, aðila fjármálamarkaðarins, Seðlabanka og fleiri aðilja.
Í kjölfar nauðsynlegra aðgerða í efnahagsmálum verði boðað til kosninga.
![]() |
Lokað fyrir viðskipti með bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekkert að marka Geir?
6.10.2008 | 07:52
Er ekkert að marka Geir? Maðurinn er varla búinn að sleppa orðinu þar sem hann segir að ekki sé þörf á aðgerðapakka - þegar hann heldur á fund til að vinna aðgerðaráætlun - lesist áætlun um aðgerðarpakka!
Við munum hvernig þetta var um þarsíðustu helgi! Ekkert óvenjulegt að gerast - og í kjölfarið gengið í hrikalegustu efnahagslegu mistök Íslandssögunnar?
Er ekki tími komin á að Þorgerður Katrín taki við - og landsmenn að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá landsstjórninni?
Tími kominn á vinstri miðustjórn!
... en að sjálfsögðu á Sjálfstæðisflokkurinn að halda áfram að vinna í aðgerðarstjórninni með Framsókn í borginni! Það gengur núna vel!
![]() |
Fundi lauk á þriðja tímanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |