Evrópusambandsaðild afleiðing mistaka Davíðs?

Það var ekki seinna vænna að ræða við norrænu seðlabankanna. Betur hefði verið að Davíð og félagar í seðlabankanum hefðu verið með þegar norrænu seðlabankarnir ræddu við þann bandaríska á dögunum og fengu lánalínur þangað!

Mæli með að það verði samhlið rætt við evrópska seðlabankann - enda virðist vera að við séum á hraðleið inn í Evrópusambandið hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Það er kaldhæðnislegt að Davíð kunni ekki einungis að hafa stútað krónunni með því að gera allt rangt um síðustu helgi og í vikunni - heldur verði athafnir hans til að koma okkur inn í Evrópusambandið - eins og ASÍ og flestir í SA vilja - og reyndar krefjast!


mbl.is Rætt við norræna seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borðum bara Síríus Konsum!

Við skulum bara borða Síríus Konsum eða annað íslenskt sælgæti. Látum þetta útlenda eiga sig þar til melamínmengað sælgæti er örugglega úr sögunni.

Enda er líklega best að borða fyrst og fremst íslenskt þessa dagana svo við eigum gjaldeyri fyrir bensíni!

Svo er íslenskt sælgæti svo svakalega gott!

 


mbl.is Melamín finnst í sælgæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs?

Það vantar lykilmann á fundi Samvinnuráðs um efnahagsmál. Það vantar framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs því það er deginum ljósara að Íbúðalánasjóður verður að leika eitt lykilhlutverkið í lausn efnahagskrísunnar.

Íbúðalánasjóður er það tæki sem stjórnvöld geta beitt til þess að tryggja hag íbúðaeigenda í  landinu. Samvinnuráð um efnahagsmál verður að átta sig á því að málið snýst ekki einungis um bankanna - heldur um

Einn liður í endurskipulagningunni hlýtur að vera að færa íbúðalán bankanna undir Íbúðalánasjóð og að bankarnir fái í staðinn lausafé til að endurlána íslenskum fyrirtækjum og fjölskyldum. Það lausafé verið fjármagnað með útgáfu verðtryggðra íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs. Ef eitthvað í íslenskum fjármálaheimi er söluvara erlendis í dag - þá eru það íbúðabréf Íbúðalánasjóðs.

Hef fyrir löngu bent á þessa leið. Kannske er þetta orðið of seint. Stjórnvöld hefðu betur farið að ráðum mínum áður en bankarnir lentu í þessari kreppu - því Seðlabankinn og ríkisstjórnin  sköðuðu lánshæfismati ríkisins - og í leiðinni Íbúðalánasjóðs - með því að gera allt rangt um síðustu helgi og í þessari viku - þar til þau kölluðu saman Samvinnuráðið um efnahagsmál.


mbl.is Fundi frestað fram eftir degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samvinnuráð Guðna Ágústssonar mætt á staðinn!

Ég get ekki betur séð en að nú hafi Samvinnuráð í efnahagsmálum sem Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins kallaði eftir hafið störf!

Það er afar jákvætt að menn taki nú höndum saman til að leysa aðkallandi - að stórum hluta heimatilbúinn - efnahagsvanda!  En mönnum hefði verið nær að hlusta á varnarðarorð Guðna Ágústssonar síðastliðið haust.

Í ræðu Guðna um stefnuræðu forsætisráðherra (þar sem frekar ætti að kalla stefnuleysisræðu forsætisráðherra) segir meðal annars um þetta:

"Fyrir ári síðan gerðu allar þjóðir heimsins sér grein fyrir því að mikill vandi var í aðsigi. Þá var fjármálakreppa að búa um sig. Gjafvextir heimsins voru að breytast í okurvexti og fjármálaþurrð. Bandaríkjamenn sögðu þá að ógnin væri svo stór að nokkrar milljónir manna gætu misst hús sín og eignir.

Hér vöruðu margir við því sama, þar á meðal helgirit Sjálfstæðismanna, Morgunblaðið. Við framsóknarmenn töldum vandann risavaxinn, ég ræddi þjóðstjórn og þjóðarsáttarborð þar sem allir lykilmenn þjóðarinnar ættu með sér samstarf.

Hæstvirtur forsætisráðherra brosti þá í sakleysi sínu og sagði að allt myndi fara á besta veg. Botninum er náð sagði hann á þorra. Reyndist hann spámaður?"

Nei, Geir reyndist ekki spámaður - enda ljóst að hann er á leið úr stjórnmálum - eins og ég hef áður bent á. Væntanlega einnig brennuvargarnir í Seðlabankanum sem ásamt Geir bera ábyrgð á verðbólgubálinu! 

Guðni sagði líka:

"Við verðum að skipa strax hóp sérfræðinga til að vinna með okkur stjórnmálamönnunum – sérfræðinga sem geta greint flókna stöðu og hvaða ráð mega best duga. Við verðum að vita hvaða áhrif ein tiltekin aðgerð hefur í för með sér fyrir heildarstöðuna og á einstaka þætti, en það er ekki alltaf augljóst. Áleitin spurning er nú hvort inngrip ríkisvaldsins í fjármálakerfið um síðustu helgi sé þess valdandi að yfir Ísland sé að skella fjármálakreppa?

Við verðum að kalla saman að einu borði – verkalýðshreyfingu, samtök atvinnurekanda, fjármálafyrirtækjanna, stjórnmálamanna og annarra aðila!  Þetta á að gera strax!
Fyrsti fundur ætti að vera á morgun og síðan á hverjum degi!"

Lausnin verður væntanlega ekki ríkisstjórnar og seðlabanka - heldur Samvinnráðs um efnahagsmál sem Guðni kallaði eftir - og er nú greinilega að störfum!


mbl.is Mætt snemma til funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband