Harðvítug innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum?
11.10.2008 | 23:33
Ekki ætla ég að blanda mér í harðvítug innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum. En bendi enn og aftur á náuðsyn þess að það virðist vera nauðsyn á Skilanefnd á Sjálfstæðisflokkinn?
Birti kúnstuga frétt úr DV:
"Kjartan Gunnarsson, fyrrum bankaráðsmaður Landsbankans, hefur sent yfirlýsingu frá sér þar sem hann þvertekur fyrir að hafa verið að tala um Davíð Oddsson í ræðu sinni.
Kjartan lýsti því að hann væri ekki óreiðumaður eins og Davíð hafði lýst honum.
Á mbl.is er því lýst að Kjartans hafi sagt að hann ,,treysti engum manni betur fyrir framtíð sonar síns en Geir H. Haarde. Nú væru erfiðleikatímar og Ísland hefði einmitt leiðtogann sem það þyrfti, rólegan og yfirvegaðan mann sem ekki talaði í fyrirsögnum.
Hins vegar þyrfti landið ekki leiðtoga, sem uppnefndi menn, léti mál snúast um sjálfan sig og kallaði fólk óreiðumenn. Samkvæmt upplýsingum (Morgun)blaðsins setti fundarmenn hljóða. Þegar Geir og Kjartan féllust í faðma í lok ræðu þess síðarnefnda, felldu margir fundarmenn tár."
Nú hefur Kjartan mótmælt því að hann hafi verið að sneiða að Davíð með því að lýsa því að landið þyrfti ekki á halda leiðtoga sem uppnefndi menn, léti mál snúast um sjálfan sig og kallaði fólk óreiðumenn.
DV hefur ekki heimildir um að aðrir núverandi eða fyrrverandi leiðtogar en Davíð Oddsson hafi notað orðið óreiðumenn um Kjartan og aðra í hans stöðu. Þá er alæþekkt að Davíð hefur uppnefnt fólk."
![]() |
Ekki gagnrýni á Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Seint í rassinn gripið!
11.10.2008 | 15:47
Það er seint í rassinn gripið af ríkisstjórn og Alþingi að herða nú viðurlögum við brotum, sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið komist á snoðir um.
Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið að vilja Framsóknar í síðustu ríkisstjórn sem vildu stórefla eftirlitsaðila með auknum fjárveitingum og herða lagaramman sem bankar og önnur fjármálafyritæki vinna eftir. Í stað þess dró Sjálfstæðisflokkurinn lappirnar með afleiðingum sem við horfum upp á í dag!
En ég mun að sjálfsögðu styðja Geir og ríkisstjórnina í því að ganga nú í það verk sem Framsóknarflokkurinn hafði ekki styrk til að fylgja eftir á sínum tíma nema að litlu leiti þegar Jón Sigurðsson náði því fram að unnt sé að sækja forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga með sér samráð til saka.
Sjálfstæðisflokkurinn ber meginábyrgð á því ástandi sem við upplifum nú. Samfylkingin er samsek þar sem hún hefur gert nær allt vitlaust í efnahagsmálum frá því hún tók við. Framsóknarflokkurinn ber einnig ákveðna sök vegna ákveðins dugleysis gagnvart Sjálfstæðisflokknum í síðustu ríkisstjórn eins og að framan greinir!
Vinstri grænir og Frjálslyndir eru náttúrlega stikkfrí þar sem þessir flokkar hafa ekki komið að landsstjórninni. Hins vegar eru þessir flokkar haldnir alvarlegri ábyrgðarfælni eins og glöggt kom fram í hjásetu þeirra um nauðsynleg neyðarlög vegna efnahagsástandsins á dögunum!
Að lokum:
Skilanefnd á Sjálfstæðisflokkinn?
![]() |
Geir: Herða beri viðurlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skilanefnd á Sjálfstæðisflokkinn?
11.10.2008 | 12:28
Ég er sammála Geir Haarde að bresk stjórnvöld hafi með valdníðslu knésett stærsta fyrirtæki Íslendinga í vikunni og Ísland hljóti að skoða það í fullri alvöru að leita réttar síns vegna þessa.
En það eru lykilmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem bera mikla ábyrgð á því að bresk stjórnvöld ákváðu að níðast á okkur Íslendingum á þennan hátt!
Þótt fleiri stjórnamálaöfl beri ábyrgð á ástandinu en Sjálfstæðisflokkurinn - sérstaklega Samfylkingin vegna aðgerðar og aðgerðarleysis undanfarinna missera og þá einnig Framsóknarflokkurinn að hluta fyrir að hafa ekki staðið harðar á því að þétta regluverk og styrkja heimildir eftirlitsstofnanna í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn í síðustu ríkisstjórn - þá er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins mest. Í raun er stefna hans algerlega gjaldþrota!
Þarf þá ekki að setja skilanefnd á Sjálfstæðisflokkinn?
Geri ráð fyrir að skilanefndin myndi fela Geir að vera áfram í brúnni þar til það versta er afstaðið - en í kjölfarið verði málefnalega gjaldþrota flokkur gerður upp!
![]() |
Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Guðni hafði rétt fyrir sér - að lækka stýrivexti í 5% fyrir jól!
11.10.2008 | 09:51
Guðni Ágústsson hafði rétt fyrir sér í ræðu sinni við stefnuleysisræðu forsætisráðherra þegar hann vildi lækkun stýrivaxta í 5% fyrir jól. Á þeim tíma hafði einungis Glitnir verið yfirtekinn.
Mér fannst Guðni brattur að nefna svo lága tölu svo fljótt. En mín skoðun er sú að Seðlabankinn lækki stýrivexti stras á mánudaginn í 7% - 8% og haldi vaxtaferlinu áfram þar til við kom niður í 5% fyrir jól:
Guðni sagði meðal annars í ræðu sinni:
"Við núverandi aðstæður í peningamálum, eigum við Íslendingar aðeins einn kost, skapa jafnvægi og stöðugleika. Verja íslensku krónuna til skemmri tíma. Evra og gjaldmiðilssamstarf er svo ákvörðun sem tekin verður síðar.
Brýnasta af öllu er að keyra stýrivextina úr 15,5% í 5% fyrir jól.
Ég tel að Maastricht skilyrðin, sem ríki verða að uppfylla til að taka upp Evru, séu hagsældar leið, horft til framtíðar. Við eigum enga aðra leið nú en að verja krónuna. Hins vegar eigum að vinna í okkar peningamálastefnu, eins og við séum á leið inn í myntbandalagið."
Guðni vildi semsagt í síðustu viku halda krónunni að minsnta kosti til skamms tíma en vera klár í að taka upp Evru síðar ef hann teldi það æskilegt.
![]() |
Lausn á deilum forsenda IMF-aðstoðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Komplexaðir embættismenn fyrrverandi heimsveldis!
11.10.2008 | 08:59
Það er fróðleg lesnings að lesa vælið í Roy Hattersley sem reyndar gefur innsýn í hugarheim komplexaðra embættismanna sem finnst vont að vera í forystu fyrrverandi heimsveldis þar sem þeir gátu nánast hagað sér eins og þeim hugnaðist með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þáverandi nýlendur þeirra. Mikið langaði Hattersley greinilega að vera aðstoðarutanríkisráðherra í heimsveldi - sem hann var ekki.
Hattersley heldur fram að málstaður hans hefði verið réttlátur - enda væntanlega alinn upp í arfleifð um að hann byggi í heimsveldi sem alltaf hefði rétt fyrir sér!
Svipaðir komplexar virðast hrjá "Samfylkingarmanninn" Gordon Brown í samskiptum sínum við okkur Íslendinga. Einhverra hluta vegna vill hann láta til sín taka gagnvart litla Íslandi eins og hann sé leiðtogi heimsveldis - sem hann er ekki. Brown heldur fram að málstaður hans sé réttlátur - þótt hann sé væntanlega ekki alinn upp í arfleifð um að hann byggi í heimsveldi sem alltaf hefði rétt fyrir sér!
Það er erfitt fyrir Breta að sætta sig við að heimsveldi þeirra er að baki.
Hefur Samfylkingin ekki annars reynt að eigna sér Gordon Brown og áður Tony Blair? 'Eg man ekki betur!
Fyrir okkur íslendinga er gott að rifja upp að við erum þrjóskir og ósveigjanlegir og komumst því þangað sem við ætlum okkur. Og við ætlum okkur út úr núverandi krísu.
Miðað við þróun mála í Bretlandi og stöðu pundsins - þá skyldi þó aldrei fara svo að Breta taki upp Evru á sama tíma og Íslendingar?
Æi, ég bara segi svona!
![]() |
Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)