Bæjarútgerð Reykjavíkur að ganga frá Akranesi sem útgerðarbæ?

Svo virðist sem Bæjarútgerð Reykjavíkur - sem nú nefnist HB Grandi - sé að ganga frá Akranesi sem útgerðarbæ! Og það einungis nokkrum mánuðum eftir að hafa slegið sér á brjóst og sagst ætla að renna styrkum stoðum undir fiskvinnslu á Skaganum.  Hefði ekki verið nær að halda sig við fyrri áform, styrkja vinnsluna á Akranesi og draga úr henni hér í Reykjavík - þar sem nóg er að bíta og brenna?
mbl.is Svartur dagur í sögu Akraness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neðanjarðarumferð í Reykjavík!

Ég sé að hugmyndir um neðanjarðarumferð í Reykjavík eru að verða sífellt vinsælari. Það sjá flestir sem það vilja sjá að Sundabraut í göng er eina vitið. Þá blasir það við öllum sem ganga á Öskjuhlíðina að það var nánast galið að hafa ekki lagt Hringbrautina í stokk þegar hún var lögð um Vatnsmýrina.

Nú vill Gísli Marteinn leggja Miklubraut í stokk frá Kringlumýrarbraut að Rauðarárstíg og Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi einnig í stokk. Athyglisvert og spennandi að sjá útfærsluna

Vonandi er þetta vísbending um að Sundabraut verði lögð í göng - en það er ekki skýrt í svokölluðum málefnasamningi meirihlutans - eins og fram kom í pistli mínum Mun borgarstjóri svíkja Reykvíkinga um Sundabrautargöng?

Þá hef bent á að það ætti að setja Réttarholtsveginn í jörðu, sbr. pistilinn Ökum frekar undir Réttarholtsveginn


mbl.is Vill fá stokk frá Kringlumýrarbraut að Rauðarárstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband