Mun borgarstjóri svíkja Reykvíkinga um Sundabrautargöng?

"Sundabraut. Staðarvali og undirbúningi ljúki sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist."

Þýðir þetta að nýr meirihluti ætli að breyta samþykktri afstöðu borgarráðs til legu Sundabrautar? Ætlar nýr meirihluti ekki að leggja áherslu á að Sundabraut liggi í göngum - eða ætlar hann að ganga á eftir vitleysunni í Vegagerðinni og velja hina vitlausu eyjaleið?

Vonandi velja menn skynsemina og berjast áfram fyrir lagningu brautarinnar í göng. Ef ekki - þá er þessi nýi meirihluti mikil ótíðindi fyrir bæði landsbyggð og höfuðborgarsvæði.

En ég treysti í þessu máli á skynsemi Vilhjálms Þ. sem er með yfirburðaþekkingu í skipulagsmálum - þótt hann hafi samþykkt að hafa Reykjavíkurflugvöll óbreyttan á teikningum út kjörtímabilið.

Mér þætti reyndar gaman að heyra í Valsmönnum um það áhersluatriði - og um byggingu nýrrar flugstöðvar í túnjaðrinum á Hlíðarenda.


mbl.is Engin áhrif á stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óstabíll meirihluti!

Nýr meirihluti í borgarstjórn er óstabíll - á sama hátt og fyrri meirihluti hefur verið óstabíll allt frá því Ólafur F. tók við af Margréti Sverrisdóttur. Það kom mér ekki á óvart að Ólafur F. hafi hlaupið undan merkjum - en hélt hann myndi lafa örlítið lengur.

Mér hefði liðið betur að sjá Vilhjálm Þ. strax sem borgarstjóra. Það þarf að vera öflugur og traustur maður sem borgarstjóri - og það er VIlhjálmur þótt hann hafi aðeins lentí ógöngum vegna REI.

Málefnasamningurinn er hvorki fugl né fiskur - og lítið skárri en ekki málefnasamngur fyrri stjórnar. Greinileg friðþæging fyrir Ólaf F. Kosturinn sá að Sjálfstæðisflokkurinn fær sjálfdæmi um stjórn - ef Ólafur F. hleypur ekki undan merkjum.

 


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband