Hefjið útboðsferli Sundabrautar í göngum strax!
15.1.2008 | 15:50
Það er forgangsverkefni í samgöngumálum að hefja þegar útboðsferli vegna Sundabrautar og það Sundabrautar sem liggi í göngum. Annað er ekki ásættanlegt fyrir íbúa Vestur og Norðurlands - hvað þá íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Reykjavíkurborg og ríkisstjórnin þurfa að taka nú þegar ákvörðun um að leggja Sundabraut í göng - önnur lausn er ósættanleg - og hraða þeim framkvæmdum eins og unnt er. Þetta er pólitísk ákvörðun sem hefur beðið í of mörg ár.
Minni á að Símapeningarnir eru til - og eiga að fara í verkið.
Undirstrika að ákvörðunin er ekki Vegagerðarinnar - eins og má lesa úr fyrri pistli mínum Vegagerðin og gömul stöð belja .
![]() |
Sundabraut útboðsskyld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samband og Tjóðveldi hava meiriluta einsamallir
15.1.2008 | 08:39
"Sambandsflokkurin og Tjóðveldi renna undan øllum hinum flokkunum í einari nýggjari veljarakanning, sum Gallup Føroyar hava gjørt fyri Dimmalætting. Flokkarnir fáa meirilutan einsamallir. Heilt nógvir veljarar eru tó enn í villareiði um, hvar krossurin skal setast."
Svo segir á dimma.fo - vefsetri færeyska blaðsins Dimmalætting - en um helgina munu Færeyingar ganga að kjörborðinu. Kosningarnar eru að mörgu leiti merkilegar - ekki síst þar sem en nú eru Færeyja í fyrsta skiptið eitt kjördæmi.
Það verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður - ekki hvað síst hvernig hið nýja kosningafyrirkomulag mun takast. Ef fyrirkomulagið gengur vel og Færeyingar verða sáttir - er þá ekki kominn tími til að taka aftur upp umræðuna Ísland eitt kjördæmi? Mun væntanlega blogga eitthvað um það í kjölfar kosninga.
Ætla ekki að missa mig í stjórnmálaskýringar á færeyskum stjórnmálum að þessu sinni - en sakna þess að íslenskir fjölmiðlar fylgist ekki betur með fréttum frá þessum bræðrum okkar í austri.