Baugsstjórnin mun hún kallast!
19.5.2007 | 23:20
Það var aumkunarvert að heyra fréttamann flokksmálgagns Sjálfstæðisflokksins, fréttastofu Ríkissjónvarpsins, reyna að nefna verðandi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokk "Þingvallastjórnina" í stað þess nafns sem þegar hefur fests við ríkisstjórnina, það er "Baugsstjórnin" . Enda vafðist henni tunga um tönn blessaðri.
Spái því að hitt flokksmálgagnið, Morgunblaðið, muni einnig reyna að taka upp "Þingvallastjórnin", enda virðist blaðið vera að fara af hjörunum vegna þess að ríkisstjórnin hefur verið kölluð "Baugsstjórnin". Spái því jafnframt að "Baugsstjórnin" verði lífsseigari meðal almennings þótt flokksmálgögn Sjálfstæðisflokksins muni kalla hana annað.
Reyndar ætti að kalla fráfarandi ríkisstjórn "Þingvallastjórnina" því Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson lögðu grunn að henni á Þingvöllum fyirr 12 árum.
Það var enn aumkunarverðara að sjá Hrein Loftsson, sem ritaði dýrasta lesendabréf Íslandssögunnar, reyna að sverja Baugsstimpilinn af ríkisstjórninni.
En aðeins að Baugsstjórninni sem er í burðarliðnum.
Ég vænti þess að sú stjórn geti orðið sterk og jafnvel farsæl, líkt og Baugur sjálfur. Hefði þó pesónulega viljað sjá samstjórn Samfylkingar og Framsóknar - en það vantaði dálítið upp á kjörfylgi þessara ágætu flokka til þess að það hefði verið unnt
Verið að semja um Baugsvæðingu heilbrigðiskerfisins?
19.5.2007 | 22:33
Er verið að semja um Baugsvæðingu heilbrigðiskerfisins í stjórnarmyndunarviðræðunum?
Var að lesa athyglisverða frétt á visir.is þar sem segir:
Baugur kaupir 21 sjúkrahús
Breski fasteignasjóðurinn Prestbury hefur náð samkomulagi um kaup á 21 einkareknu sjúkrahúsi í Bretlandi af fjárfestingasjóðinum Capio AB. Kaupverð nemur 686 milljónum punda, jafnvirði 85,7 milljarða íslenskra króna. Bakhjarlar Prestburys eru Baugur, West Coast Capital, fjárfestingafélag skoska fjárfestisins Tom Hunter, sem ennfremur keypti í Glitni af Milestone á dögunum, og Halifax Bank of Scotland.
![]() |
Fundað um stjórnarmyndun á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)