Verið að semja um Baugsvæðingu heilbrigðiskerfisins?

Er verið að semja um Baugsvæðingu heilbrigðiskerfisins í stjórnarmyndunarviðræðunum?

Var að lesa athyglisverða frétt á visir.is þar sem segir:

Baugur kaupir 21 sjúkrahús

Breski fasteignasjóðurinn Prestbury hefur náð samkomulagi um kaup á 21 einkareknu sjúkrahúsi í Bretlandi af fjárfestingasjóðinum Capio AB. Kaupverð nemur 686 milljónum punda, jafnvirði 85,7 milljarða íslenskra króna. Bakhjarlar Prestburys eru Baugur, West Coast Capital, fjárfestingafélag skoska fjárfestisins Tom Hunter, sem ennfremur keypti í Glitni af Milestone á dögunum, og Halifax Bank of Scotland.

Ætli hér sé komin skýringin á Baugsstjórninni! Er það ætlun Baugs að fá Baugsstjórnina til þess að einkavæða sjúkrahúsin á Íslandi - svo Baugur geti tekið heilbrigðiskerfið yfir eins og allt annað? Er það ástæða lesendabréfs Hreins Loftssonar og aðför DV að Framsóknarflokknum - sem lýst hefur því yfir að flokkurinn vilji ekki einkavæða heilbrigðiskerfið?

mbl.is Fundað um stjórnarmyndun á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ósköp eruð þið aumkunarverðir, gefist strax upp og tapið með uppnefnum í stað þess að reyna laða menn til samstarfs. Aumara hefur ekki fyrr sést.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.5.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband