Nauðsynlegt að flytja Seðlabankann á Ísafjörð!

Í ljósi röksemdafærslna Seðlabankans í tengslum við verðbógluspá sína er ljóst að það er ekki einungis rétt að flytja Seðlabankann, heldur er nauðsynlegt að flytja Seðlabankann á Ísafjörð.

Seðlabankinn verður að ná jarðtengingu og sambandi við vinnandi fólk í landinu, venjulegt fólk sem stritar í svita síns andlits. Ísafjörður er úrvalsstaður til þess. 

Það er alveg ljóst að þótt sérfræðingarnir í Seðlabankanum telji sér trú um það að þjóðin sé tilbúin að horfa fram á 5% atvinnuleysi til að ná verðbólgumarkmiðum Seðlabankans, þá er það ekki raunin.  Íslendingar sætta sig ekki við atvinnuleysi.

Menn ætti kannske að rifja upp þátt Seðlabankans í þenslu undanfarinna ára!  Það var nefnilega Seðlabankinn sem minnkaði bindiskyldu bankanna á versta tíma og fyllti þannig vasa bankanna af peningum sem  þeir þuftu að koma út í formi útlána. akkúrat þegar ljóst var að þensluskeið var framundan. Sú aðgerð kynnti heldur betur á verðbólgubálinu sem bankinn hefur síðan verið að eiga við - og stundum virst bæta í köstinn frekar en hitt!


Jón Hnefill Aðalsteinsson áttræður!

Jón Hnefill Aðalsteinsson lærifaðir minn í þjóðfræðináminu er 80 ára í dag, 27. mars. Í tilefni þess  verður haldið áttræðisþing til heiðurs Jóni Hnefli undir yfirskriftinni Þjóðfræði og þakkarskuld!

Áttræðisþingið verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands á morgun, 28. mars og stendur frá kl. 13:00 til 18:00.

Jón Hnefill er afar merkilegur maður að mínu viti og vann frábært frumkvöðlastarf við uppbyggingu þjóðfræðikennslu við Háskóla Íslands, en það nám hefur verið íslenskri menningu mikilvægt, enda stendur það í miklum blóma um þessar mundir. Ég var svo lánsamur að stunda þjóðfræðinám samhliða sagnfræðináminu einmitt á þeim tíma sem Jón Hnefill var að hefja uppbyggingastarfið við félagssvísindadeildina.

Þá er Jón Hnefill merkur vísindamaður á sviði þjóðfræðinnar. Hann vakti fyrst athygli á því sviði fyrir frábæra bók að mínu mati - "Under the Cloak" - þar sem fjallað er um kristnitökuna út frá öðru sjónarhorni en almennt hefur verið gert á Íslandi.  Því miður finnst mér því sjónarhorni hafa verið gefinn allt of lítll gaumur í umfjöllun um þennan einn merkasta viðburð Íslandssögunnar.

Ég tek undir lokaorðin í umfjöllun um áttræðisþingið og Jón Hnefil á vef félagsvísindadeildar:

"Lengi mætti áfram að telja afrek afmælisbarnsins á fjölbreyttri starfsævi. Umfram allt er Jón Hnefill Aðalssteinsson þó góður maður."

 Jón Hnefill - kærar þakkir fyrir samfylgdina og leiðsögnina!  Til hamingju með afmælið!

 


Bloggfærslur 29. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband