Nauðsynlegt að flytja Seðlabankann á Ísafjörð!

Í ljósi röksemdafærslna Seðlabankans í tengslum við verðbógluspá sína er ljóst að það er ekki einungis rétt að flytja Seðlabankann, heldur er nauðsynlegt að flytja Seðlabankann á Ísafjörð.

Seðlabankinn verður að ná jarðtengingu og sambandi við vinnandi fólk í landinu, venjulegt fólk sem stritar í svita síns andlits. Ísafjörður er úrvalsstaður til þess. 

Það er alveg ljóst að þótt sérfræðingarnir í Seðlabankanum telji sér trú um það að þjóðin sé tilbúin að horfa fram á 5% atvinnuleysi til að ná verðbólgumarkmiðum Seðlabankans, þá er það ekki raunin.  Íslendingar sætta sig ekki við atvinnuleysi.

Menn ætti kannske að rifja upp þátt Seðlabankans í þenslu undanfarinna ára!  Það var nefnilega Seðlabankinn sem minnkaði bindiskyldu bankanna á versta tíma og fyllti þannig vasa bankanna af peningum sem  þeir þuftu að koma út í formi útlána. akkúrat þegar ljóst var að þensluskeið var framundan. Sú aðgerð kynnti heldur betur á verðbólgubálinu sem bankinn hefur síðan verið að eiga við - og stundum virst bæta í köstinn frekar en hitt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Það væri kannski leið til að leggja hann síðan niður eins og Marel? Ekki svo vitlaus hugmynd það. 

Vilborg Eggertsdóttir, 29.3.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Spurning einnig ef ekki er vilji til að flytja Seðlabankan að setja Dóms og Kirkjumálaráðuneytið á Ísafjörð og ríkiskassinn fór mikla fjármuni fyrir húsnæðið sem er á besta stað í miðbæ Rvík. Sama má gera með Félagsmálaráðuneytið, það gæti farið á Krókinn, Akureyri eða jafnvel Húsavík. Landbúnaðarráðuneytið gæti farið á Selfoss. Fjármála og iðn og viðskipta ráðuneytið yrðu eftir í Rvík.  Ég tel þetta mjög raunhæfar hugmyndir sem þyrfti að skoða vandlega á næstunni.

Birgir Guðjónsson, 30.3.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Birgir! Ég er innilega sammála þér.

Síðan þurfa menn að muna að það er unnt að flytja hluta ráðuneytanna eða opinberra stofnanna út á land, þe. einstakar skrifstofur þeirrar út á land. Slíkt gæti skipt miklu máli fyrir viðkomandi staði. 

Við sjáum hvernig er með Íbúðalánasjóð - veigamikill hluti hans er á Króknum.

Það er náttúrlega einboðið að færa landbúnaðarráðuneytið á Selfoss - og skipa Guðna landbúnaðarráðherra til lífstíðar!  Við fáum ekki betri mann í verkið í stöðuna en hann!

Hallur Magnússon, 30.3.2007 kl. 10:30

4 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Veit ekki um Guðna ráðherra til lífstíðar!!  Við vorum báðir í Hrunaréttum síðasta haust og þar var Guðni anzi líkur "Jóni Væna" með stóran kúrekahatt og klæddur síðum kúreka frakka. Þeir bændur sem ég talaði við voru ekki ýkja hrifnir af honum ? ( kannski vandi Framsóknarflokksins).  Og ekki batnaði samkundan þegar "Johnsen" úr eyjum,  mætti líka með gítarinn og þeir tóku lagið saman.

Það bráðfyndna við þetta allt saman var þegar Stöð 2 mætti á svæðið til að fréttagerðar, þá stórjókst kraftur Árna í gítarspilinu og raddstyrkurinn varð meiri. Meira að segja litlu krakkarnar áttuðu sig á því að þar á ferð færi "pólitíkus" látalætin voru þvílík.

Birgir Guðjónsson, 30.3.2007 kl. 15:16

5 Smámynd: Elfur Logadóttir

Heitir það ekki Störf án staðsetningar, Hallur?

Svona þú veist, eins og er á stefnuskránni hjá Samfylkingunni

Elfur Logadóttir, 30.3.2007 kl. 16:24

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Jú, Elfur.

Samband ungra framsóknarmanna flutti það hugtak víst inn frá Noregi 1986

Þess vegna er hluti Íbúðalánasjóðs á Sauðárkróki í dag, Landmælingar á Akranesi og leifarnar af Byggðastofnun á Sauðárkróku líka! .... og Fjölmennningarsetur á Ísafirði ... og örugglega eitthvað meira. En betur má ef duga skal...

Hvernig gengur annars í meistaranáminu í upplýsingatæknirétti?  Það veitir ekki af að fá góða sérfræðinga heim í þeirri grein!

Hallur Magnússon, 30.3.2007 kl. 22:41

7 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Hallur,

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis fá falleinkunn þrátt fyrir þessa upptalningu þína hér að ofan. Við eru að tala um 12 ára tímabil. Því miður mikið metnaðarleysi hér á ferð. 

Birgir Guðjónsson, 30.3.2007 kl. 22:51

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Já, já Birgir!

Það má vel vera að það hafi verið metnaðarleysi í tólf ár - en það skánaði nú atvinnuleysið um rúmlega 12 þúsund störf þegar Framsókn tók við af Alþýðuflokknum á sínum tíma.

Það breytir hins vegar ekki því að SUf flutti inn til Íslands og í Framsóknarflokkinn hugtökin "opinber störf á landsbyggðina" - og "hlaupandi opinber störf" (lleg þýðing af sænsku) sem Samfylkingin var að fatta núna 20 árum síðar. (Þetta kom gegnum NCF - Nordisk Centerungdommens Forbund - á sínum tíma)

Þessi umræða SUF-ara fyrir 20 árum varð til þess að þegar sú metnaðarlausa ríkisstórn sem þú talar um tók við og útrýmdi atvinnuleysis, þá varð afleiðingin sú  að hluti Íbúðalánasjóðs er á Sauðárkróki í dag, Landmælingar á Akranesi og leifarnar af Byggðastofnun á Sauðárkróku líka! .... og Fjölmennningarsetur á Ísafirði ... og örugglega eitthvað meira. S

umir telja þetta vera óheillvænlega þróun og að opinber þjónusta eigi nær eingöngu að vera í Reykjavík (eða Hafnarfirði). Flestir þeirra eru annaðhvort í Sjálfstæðisflokknum - eða gamlir Alþýðuflokksmenní Samfylkingunni)

En betur má ef duga skal...

Það er rétt hjá þér Birgir!

Hallur Magnússon, 31.3.2007 kl. 00:04

9 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Störf án staðsetninga er metnaðarfull stefna Samfylkingarinnar í málefnum starfa á vegum hins opinbera. Snýst um að skilgreina öll störf ríksins upp á nýtt. Þau störf sem verða skilgreind sem störf án staðsetningar, verða auglýst þannig og landsbyggðarfólk hvatt til að sækja um. Einnig gerir þetta fólki sem hefur áhuga á að fara út á land og vinnu starf sem er skilgreint á þennan vegu að flytja með starfið með sér.

Í kjölfarið ættur bæjarfélög að skoða "fyrirtækja-hótel" og annan infrastrúktúr sem styður þetta verkefni. En týpískt að Framsóknarmenn reyni að eigna sé þessa hugmyndafræði - þið hafið haft 12 ár að gera þetta, og hver er staðan?

Eggert Hjelm Herbertsson, 1.4.2007 kl. 13:07

10 Smámynd: Hallur Magnússon

Eggert! 

Hugmyndin um "fyrirtækjahótel" er frábær - enda voru það Framsóknarmenn í Hveragerði sem gerðu fyrstu tilraunina með hana - en hún gekk því miður ekki upp á sínum tíma :)

Óþarfi að vera súr yfir því að ungir Framsóknarmenn hafi komið þessari hugmyndafræði í aðeins annarri mynd fyrir 12 árum - það gerir hugmyndina ekki verri fyrir vikið :) Ég er allavega mjög ánægður yfir því að vinir mínir í Samfylkingunni hafi tekið hana upp á sína arma.

Það er rétt hjá þér að of lítið hefur gerst í þessu undanfarin 12 ár - en þó nokkuð samt, sbr. flutning opinberra starfa út á land.

Vonandi kemst kraftur í þetta verkefni eftir að Samfylkingin hefur ákveðið að leggja áherslu á málið.  Hvernig sem stjórnarmunstur verður eftir kosningar - þá vona ég að það verði unnt að fella drekann sem hefur komið í veg fyrir flutning starfa út á land - meðö endalausum rökum um of mikinn kostnað.  Þið megið geta þrisvar í  hvaða ráðuneyti þessi óskilgreindi dreki starfar!

Hallur Magnússon, 1.4.2007 kl. 17:12

11 Smámynd: Elfur Logadóttir

Jú, Hallur, námið gengur bara glimrandi vel :) Það verður gaman að koma heim í haust reynslunni - og þekkingunni - ríkari.

Fjarvera mín - eins og örugglega þín í fyrra - styrkir einmitt mjög trú mína á að öll störf séu skilgreind sem háð eða óháð staðsetningu og fyrirtækjahótel er tvímælalaust afleidd búgrein af slíkri hugmynd, sem getur ekki annað en styrkt hana.

Munurinn er bara sá að það styrkir ekki framsóknarflokkinn nú fyrir kosningar að minna á að þeir hafi haft þessa hugmynd í kollinum í 12 ár, því þau störf sem vissulega hafa verið flutt út á land á þessum 12 árum eru langt frá því að vera nægilega mörg.

Það eru 17 manns á Sauðárkróki á vegum Íbúðalánasjóðs og aðrir 20 á vegum Byggðastofnunar[1]. 28 eru á vegum Landmælinga Íslands við vinnu á Akranesi samkvæmt heimildum á vefsíðu þeirra en það vekur líka spurningu um hversu margir keyra á milli á hverjum degi.

Ef þú skoðar þessi 65 sem virðast hafa verið flutt út á land á 12 árum, í ljósi þeirra upplýsinga að starfsmannavelta ríkisins gefi til kynna að u.þ.b. 3-400 störf sem losna á ári gætu verið skilgreind án staðsetningar, þá er afraksturinn ekki mikill af þessari 12 ára meðgöngu. Og það er ekki hægt að skella skuldinni alfarið á fjármálaráðuneytið í þeim efnum.

En í mínum huga, þá er það ekkert atriði hver átti hugmyndina fyrstur, í mínum huga snýst þetta um framkvæmdina - að hugmyndinni sé raunverulega komið í framkvæmd. Hefðuð þið gert það, hefði ég hrósað ykkur :)

[1] Tölur um fjölda starfa voru fengnar á vefsíðum stofnananna þriggja. 

Elfur Logadóttir, 1.4.2007 kl. 22:25

12 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Hjartanlega sammála þér Elfur.

Birgir Guðjónsson, 1.4.2007 kl. 22:31

13 Smámynd: Hallur Magnússon

Elfur!

Hjartanlega sammála - eins og svo oft áður

Hallur Magnússon, 1.4.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband